Hrossarækt fréttir

Kynbótadómar munu fara fram þann 17. júní

Vegna mikillar eftirspurnar hefur verið ákveðið að dæma fimmtudaginn 17. júní á Gaddstaðflötum, Sörlastöðum og á Hólum, ef áhugi reynist fyrir hendi. Þeir tímar sem bætast við með þessu móti eru hugsaðir fyrir þá sem ekki náðu að skrá áður en sýningar fylltust.
Lesa meira

Kynbótasýningar sem falla niður

Kynbótasýningar sem vera áttu á Sörlastöðum vikuna 31. maí til 4. júní og í Borgarnesi vikuna 7. til 11. júní falla niður. Ástæðan er lítil skráning. Haft verður samband við þá sem eiga skráð hross á þessum sýningum og þeim boðið að færa hrossin á aðra sýningar eða fá að fullu endurgreitt. Nánari upplýsingar er hægt að fá í síma 516-5000 eða senda tölvupóst á netfangið halla@rml.is.
Lesa meira

Kynbótasýningar - Minnum á síðasta skráningardag 21. maí

Lokaskráningardagur er næstkomandi föstudag 21. maí á sýningar vorsins. Í töflunni hér fyrir neðan má sjá hvaða sýningar eru í boði. Það er þegar orðið fullbókað á allar sýningar á Gaddstaðaflötum við Hellu og á seinni vikuna á Hólum í Hjaltadal vikuna 14. til 18. júní. Skráning og greiðsla fer fram hér í gegnum heimasíðuna en á forsíðunni er flýtihnappur sem skráð er í gegnum. Á forsíðu WorldFengs er einnig hægt að skrá hross til sýningar. Leiðbeiningar um skráningarkerfið er einnig að finna hér á síðunni. Sýning verður ekki haldin nema lágmarksfjöldi skráninga náist sem eru 30 hross.
Lesa meira

Kynbótasýning í Spretti í Kópavogi fellur niður

Kynbótasýning sem vera átti í næstu viku í Spretti í Kópavogi fellur niður vegna dræmrar þátttöku. Aðeins 7 hross voru skráð á sýninguna. Haft verður samband við þá sem eiga skráð hross á þessari sýningu og þeim boðið að færa hrossin á aðra sýningar eða fá að fullu endurgreitt. Nánari upplýsingar er hægt að fá í síma 516-5000 eða senda t-póst á netfangið halla@rml.is.
Lesa meira

Kynbótasýningar - Minnum á síðasta skráningardag 14. maí

Lokaskráningardagur er næstkomandi föstudag 14. maí á sýninguna í Spretti sem á hefjast 25. maí verði þátttaka næg. Skráning og greiðsla fer fram hér í gegnum heimasíðuna en á forsíðunni er flýtihnappur sem skráð er í gegnum. Á forsíðu WorldFengs er einnig hægt að skrá hross til sýningar. Leiðbeiningar um skráningarkerfið er einnig að finna hér á síðunni. Sýning verður ekki haldin nema lágmarksfjöldi skráninga náist sem eru 30 hross.
Lesa meira

Nokkur atriði varðandi kynbótasýningar 2021

Nú fer að líða að því að kynbótasýningar ársins fari að hefjast og er stefnt á 11 sýningar víðs vegar um landið. Fyrirkomulagið er með hefðbundnu sniði eins og undanfarin ár þar sem stefnan hefur verið tekin á að draga úr fjölda sýningarstaða til að reyna að stemma stigu við kostnaði við sýningar auk þess að með því móti er enn betur hægt að svara kröfum um frekari stöðlun sýningarstaða.
Lesa meira

Afkvæmahestar 2020

Stóðhestar sem hlutu afkvæmaverðlaun árið 2020 voru ellefu, þar af voru 6 hestar sem hlutu fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi og 5 hestar sem hlutu heiðursverðlaun fyrir afkvæmi. Skaginn frá Skipaskaga var efstur hesta með fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi og hlaut Orrabikarinn á Landsýningu kynbótahrossa á Gaddstaðaflötum 2020.
Lesa meira

Skráningarkerfið komið í lag

Skráningarkerfið fyrir kynbótasýningar er komið í lag. Það er því aftur hægt að skrá hross á sýningar en bilun í skráningarkerfinu olli því að loka þurfti kerfinu tímabundið.
Lesa meira

Beint streymi frá kynbótasýningum RML

Sú nýbreytni verður tekin upp, að streymt verður frá öllum kynbótasýningunum vor/sumar 2021 og þær síðan aðgengilegar í vefsíðu/appi Alendis. RML mun fá afhentar niðurklipptar sýningar af 170 hæst dæmdu hrossum í sínum flokki, auk þess að fá aðgengi að öllu öðru efni.
Lesa meira

Skráningar á kynbótasýningar vorsins

Opnað verður á skráningar á kynbótasýningar vorsins þriðjudaginn 4. maí. Skráning og greiðsla fer fram hér í gegnum heimasíðu RML en á forsíðunni er flýtihnappur sem skráð er í gegnum. Leiðbeiningar um skráningarkerfið er einnig að finna hér á heimasíðunni. Í töflunni hér að neðan má sjá síðasta skráningardag á hverja sýningu en skráningu þarf að vera lokið á miðnætti þess dags. Ef sýning fyllist lokast sjálfkrafa á sýninguna þó svo skráningarfrestur sé ekki útrunninn.
Lesa meira