Síðsumarssýningar kynbótahrossa
13.08.2020
|
Í næstu viku verða haldnar þrjár síðsumarssýningar; á Gaddstaðaflötum við Hellu, Sörlastöðum í Hafnarfirði og Hólum í Hjaltadal. Hefjast þær sem hér segir: Sýningin á Gaddstaðaflötum hefst kl. 8:00 mánudaginn 17. ágúst og lýkur með yfirlitssýningu föstudaginn 21. ágúst. Sýningin á Sörlastöðum hefst kl. 8:00 þriðjudaginn 18. ágúst og lýkur með yfirlitssýningu fimmtudaginn 20. ágúst. Sýningin á Hólum hefst kl. 13:00 þriðjudaginn 18. ágúst og lýkur með yfirlistssýningu föstudaginn 21. ágúst.
Lesa meira