Hrossarækt fréttir

Skráningarkerfið komið í lag

Skráningarkerfið fyrir kynbótasýningar er komið í lag. Það er því aftur hægt að skrá hross á sýningar en bilun í skráningarkerfinu olli því að loka þurfti kerfinu tímabundið.
Lesa meira

Beint streymi frá kynbótasýningum RML

Sú nýbreytni verður tekin upp, að streymt verður frá öllum kynbótasýningunum vor/sumar 2021 og þær síðan aðgengilegar í vefsíðu/appi Alendis. RML mun fá afhentar niðurklipptar sýningar af 170 hæst dæmdu hrossum í sínum flokki, auk þess að fá aðgengi að öllu öðru efni.
Lesa meira

Skráningar á kynbótasýningar vorsins

Opnað verður á skráningar á kynbótasýningar vorsins þriðjudaginn 4. maí. Skráning og greiðsla fer fram hér í gegnum heimasíðu RML en á forsíðunni er flýtihnappur sem skráð er í gegnum. Leiðbeiningar um skráningarkerfið er einnig að finna hér á heimasíðunni. Í töflunni hér að neðan má sjá síðasta skráningardag á hverja sýningu en skráningu þarf að vera lokið á miðnætti þess dags. Ef sýning fyllist lokast sjálfkrafa á sýninguna þó svo skráningarfrestur sé ekki útrunninn.
Lesa meira

DNA-sýnatökur á höfuðborgarsvæðinu

Pétur Halldórsson ráðunautur RML verður við DNA-sýnatökur hrossa á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum ef vill, þriðjudaginn 27. apríl. Þeir sem vilja nýta sér þetta hafi samband við Pétur með því að senda póst á netfangið petur@rml.is eða hringja í farsíma 862-9322
Lesa meira

Nýtt skýrsluhaldsár hefst 1. apríl

Minnum á að nýtt skýrsluhaldsár í hrossarækt hefst 1. apríl ár hvert. Eftir þann tíma er ekki hægt að skrá neitt sem tilheyrir árinu 2020 inni í heimaréttinni. Ef til vill hafa einhverjir gleymt að gera grein fyrir fyljanaskráningu eða skráningu á folöldum. Ræktendur er hvattir til að skoða heimaréttina og athuga hvort allt er frágengið fyrir síðasta ár. Stóðhesteigendur eru minntir á að staðfesta fangskráningar sem hafa komið frá hryssueigendum í gegnum heimaréttina. Sé það ekki gert skilar skráningin frá hryssueigandanum sér ekki inn í folaldaskráningu árið 2021.
Lesa meira

Skeiðgensgreiningar

Þekkingarfyrirtækið Matís, Reykjavík, er u.þ.b. að setja af stað skeiðgensgreiningarvinnu; þ.e. greiningu hrossasýna m.t.t. skeiðgensarfgerða (AA-CA-CC). Að venju hefur heildarfjöldi greindra sýna, í sömu umferð, nokkur áhrif á verð, per sýni. Áhugasamir um skeiðgensgreiningu ræktunarhrossa sinna geta sett sig í samband við Pétur Halldórsson (petur@rml.is / S:862-9322), kjósi þeir að stökkva á vagninn í þessari umferð.
Lesa meira

Kynbótasýningar 2021 - sýningaáætlun

Nú er búið að stilla upp áætlun fyrir kynbótasýningar árið 2021. Áætlunin er birt með fyrirvara um breytingar.
Lesa meira

Örmerkingar - munið að skila inn fyrir 1. mars

Rétt er að minna á að fyrir 10 mánaða aldur eiga öll folöld að vera grunnskráð og einstaklingsmerkt. Þeir sem enn eiga ómerkt folöld ættu að huga að því að láta merkja þau við fyrsta tækifæri. Ekki er innheimt gjald fyrir grunnskráningu á folöldum til 1. mars árið eftir fæðingarár en eftir þann tíma kostar grunnskráningin 2.500 kr. Pappírar varðandi einstaklingsmerkingar á folöldum þurfa því að berast fyrir 1. mars nk. á skrifstofur RML. Merkingaraðilar ættu því að kanna hvort enn leynast blöð í örmerkjabókunum sem eftir er að skila inn til skráningar.
Lesa meira

DNA sýni hrossa

Vetrarmánuðir eru kjörtími til að sinna DNA-stroksýnatökum úr þeim hrossum sem stefnt er með í kynbótadóm að vori. Starfsmenn RML og dýralæknar vítt og breitt um landið annast stroksýnatökur og sýnin eru greind af þekkingarfyrirtækinu Matís í Reykjavík. Stroksýni eru tekin úr nösum örmerktra hrossa. Þá er einnig tilvalið fyrir eigendur ungra stóðhesta að huga að öllum forsendum DNA-ætternissönnunar í tíma.
Lesa meira

Haustráðstefna Fagráðs í hrossarækt - 12.desember

Seinni partinn í dag, 12. desember, mun birtast á öllum helstu hestamiðlum ráðstefnan Hrossarækt 2020 sem framleidd er af Eiðfaxa. Þar verður farið yfir ræktunarárið og helstu viðurkenningar veittar en þær eru m.a. heiðursviðurkenning Félags Hrossabænda og ræktunarbú ársins 2020.  Ákveðið var að hafa ráðstefnuna með þessu sniði í ljósi aðstæðna. Þátturinn er 47 mínútna langur og geymir ýmsan fróðleik sem enginn áhugamaður um hrossarækt ætti að láta fram hjá sér fara. Útsendingin hefst kl 16.00 að íslenskum tíma, hægt er að horfa með því að smella á þennan hlekk
Lesa meira