Hrossarækt fréttir

Hollaröðun á yfirlitssýningu á Hólum 18. júní

Yfirlitssýningin byrjar stundvíslega kl. 8:00 Alls mættu 104 hross til dóms, 94 hross mættu í fullnaðardóm og margar frábærar sýningar. Áætlað er að yfirliti ljúki milli kl. 16-17.
Lesa meira

Kynbótasýning á Fjórðungsmóti Vesturlands

Fjórðungsmót á Vesturlandi verður haldið í ár í Borgarnesi, dagana 7. júlí – 11. júlí. Hross sem eru í eigu aðila á Vesturlandi, Vestfjörðum, Húnavatnssýslum eða Skagafirði eiga þáttökurétt á kynbótasýningu á mótinu og er miðað við að lágmarki 25% eignarhlut.
Lesa meira

Hollaröð á yfirliti á Sörlastöðum 11.júní

Hér má sjá hollaröðun á yfirliti á Sörlastöðum föstudaginn 11.júní Sýningin hefst stundvíslega kl. 8:00
Lesa meira

Hollaröð á yfirliti á Hellu 11.júní

Yfirlitssýning annarrar dómaviku á Gaddstaðaflötum fer fram föstudaginn 11. júní og hefst kl. 8:00. Áætluð lok um kl. 17:00. Hollaröð má nálgast hér.
Lesa meira

Hollaröð á kynbótasýningu á Hólum í Hjaltadal 14.-18. júní

Seinni kynbótasýning vorsins á Hólum í Hjaltadal fer fram 14.-18. júní. Til dóms eru skráð 115 hross og munu dómar hefjast samkvæmt áætlun mánudaginn 14. júní kl. 8:00 Hollaröðun má sjá með því að smella hér.
Lesa meira

Skráningar á miðsumarssýningar

Opnað verður á skráningar á miðsumarssýningar miðvikudaginn 9. júní. Skráning og greiðsla fer fram hér í gegnum heimasíðu RML en á forsíðunni er flýtihnappur sem skráð er í gegnum. Leiðbeiningar um skráningarkerfið er einnig að finna hér á heimasíðunni.
Lesa meira

Hollaröðun fyrir dagana 14.-18. júní - Hella og Hafnarfjörður

Hollaröðun fyrir kynbótasýningar í viku 24 eru tilbúnar. Sýningar fara fram á Gaddstaðaflötum á Hellu og Sörlastöðum í Hafnarfirði dagana 14.-18. júní.
Lesa meira

Hollaröðun fyrir viku 23 - Akureyri, Gaddstaðaflatir, Sörlastaðir

Hollaröðun fyrir kynbótasýningar í viku 23 eru klárar. Sýningar fara fram á Akureyri, Gaddstaðaflötum og Sörlastöðum
Lesa meira

Umgjörð kynbótasýninga / Vegvísir 2021

Nú líður brátt að því að fyrstu kynbótasýningar ársins 2021 hefjist á Íslandi. Fyrir þá sem hafa áhuga á umgjörð sýninganna, regluverki, meðalgildum mældra eiginleika 2020, vægi dæmdra eiginleika, leyfilegum búnaði (beislabúnaði, vali múla, hófhlífum o.s.frv.), leiðara dómara eða hverju því sem fólki gæti dottið í hug að spyrja um, þá má nálgast Vegvísi við kynbótadóma 2021 í gegnum tengil hér neðar.
Lesa meira

Grunnskráningar folalda – gjaldtaka frá árinu 2022

Fram til þessa hafa hrossaræktendur ekki þurft að greiða fyrir skráningu á folöldum. Breyting verður á þessu frá og með árinu 2022 en þá verður gjald tekið fyrir grunnskráningu allra hrossa, óháð aldri. Folöld fædd 2021 eru þó án skráningargjalds til 01. mars 2022. Í heimaréttinni í WorldFeng er hægt að grunnskrá folöld, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum (sjá leiðbeiningar hér í texta). Hryssur þurfa að hafa staðfest fang til að sá möguleiki sé í boði.
Lesa meira