Hrossarækt fréttir

Kynbótasýningar á Akureyri, Selfossi og Sörlastöðum falla niður

Kynbótasýningar sem vera áttu á Akureyri, Selfossi og Sörlastöðum í lok maí verða felldar niður vegna dræmrar þátttöku. Aðeins 20 hross voru skráð á sýningarnar. Haft verður samband við þá sem eiga skráð hross á þessum sýningum og þeim boðið að færa hrossin á aðra sýningar eða fá að fullu endurgreitt.
Lesa meira

Umsóknir um styrki úr Stofnverndarsjóði íslenska hestakynsins

Fagráð í hrossarækt starfar samkvæmt 15 gr. búnaðarlaga nr. 70/1998. Fagráð fer, meðal annarra verkefna, með stjórn Stofnverndarsjóðs sem starfræktur er samkvæmt ákvæðum í sömu lögum og reglugerð nr. 1123/2015 um sama efni. Verkefni sjóðsins eru að veita styrki til þróunar- og rannsóknaverkefna í hrossarækt.
Lesa meira

Skráningar á kynbótasýningar vorsins

Opnað var á skráningar á kynbótasýningar vorsins nú í morgun, þriðjudaginn 5. maí. Að þessu sinni fara skráningar fram í gegnum nýtt skráningarkerfi. Skráning og greiðsla fer fram hér í gegnum heimasíðu RML en á forsíðunni er flýtihnappur sem skráð er í gegnum.
Lesa meira

Kynbótasýningar 2020 – Skráningar og sýningargjöld

Á næstu dögum verður tekið í notkun nýtt skráningakerfi fyrir kynbótasýningar. Það verður auglýst rækilega á heimasíðu RML og facebooksíðu þegar opnað verður fyrir kerfið. Skráningakerfið verður aðgengilegt hér á heimasíðu RML og forsíðu World Fengs, www.worldfengur.com. Ganga þarf frá greiðslu um leið og hross er skráð á kynbótasýningu. Hægt verður að greiða með debet- eða kreditkortum, ekki er hægt að greiða með millifærslu. Um leið og hrossið hefur verið skráð birtist það strax inn á viðkomandi sýningu.
Lesa meira

Skráningar á folöldum og fleira tengt skýrsluhaldi

Þrátt fyrir að ástandið í þjóðfélaginu sé fordæmalaust eins og við höfum heyrt ansi oft á síðustu vikum kemur vorið með fuglasöng og grænum grundum. Fyrstu folöldin fara að fæðast og því rétti tíminn til að rifja svolítið upp um skýrsluhaldið í hrossarækt. Í WorldFeng hefst nýtt skýrsluhaldsár 1. apríl ár hvert. Það þýðir að frá og með þeim degi er ekki hægt að skrá það sem gerðist árið á undan.
Lesa meira

Kynbótasýningar 2020

Stefnt er að því að halda allar kynbótasýningar hrossa sem eru á áætlun í vor og sumar. Rétt er að taka þetta fram á þessum óvissutímum. Þó þarf að hafa það í huga að takmarkanir þær sem verða í vor vegna Covid-faraldursins gætu haft einhver áhrif á framkvæmd sýninganna. Verður látið vita af því um leið og hægt er.
Lesa meira

Nýtt kynbótamat í hrossarækt

Unnið hefur verið að þróun kynbótamats hrossa að undanförnu. Það er tölvudeild Bændasamtaka Íslands sem hefur haft þetta verkefni á sinni könnu undir stjórn Elsu Albertsdóttur og fékk Þorvald Árnason til liðs við sig nú á haustmánuðum. Búið er að skipuleggja verkefnið út árið og ákveðið að koma fram með ákveðnar breytingar núna og svo endanlega í haust.
Lesa meira

Nýtt skýrsluhaldsár hefst 1. apríl

Minnum á að nýtt skýrsluhaldsár í hrossarækt hefst 1. apríl. Eftir þann tíma er ekki hægt að skrá neitt sem tilheyrir árinu 2019 inni í heimaréttinni. Ef til vill hafa einhverjir gleymt að gera grein fyrir fyljanaskráningu eða að skrá folöld. Við hvetjum ræktendur til að skoða heimaréttina og sjá hvort allt er frágengið sem tilheyrir síðasta ári.
Lesa meira