Hrossarækt fréttir

Hollaröðun á kynbótasýningu á Hólum 20.-22. júlí

Dómar hefjast á Hólum mánudaginn 20. júlí kl. 13:00. Yfirlitssýning verður fimmtudaginn 23. júlí og hefst hún kl. 08:00. Hér má finna hollaröðun hrossa fyrir dagana 20.-22. júlí.
Lesa meira

Miðsumarssýning á Hellu 20.-24. júlí

Hér fyrir neðan má nálgast röðun knapa í annarri dómaviku miðsumarssýningar á Gaddstaðaflötum; annarri dómaviku af þremur.
Lesa meira

Miðsumarssýning Hellu 12.-16. júlí

Mikill og gleðilegur áhugi er á miðsumarssýningum hrossa í júlí. Hér að neðan má nálgast röðun hrossa/knapa í fyrstu miðsumarssýningaviku á Gaddstaðaflötum; fyrstu dómaviku af þremur. Athugið að dómar hefjast sunnudaginn 12. júlí og dæmt verður fram á miðvikudaginn 15. júlí. Yfirlitssýning verður fimmtudaginn 16. júlí.
Lesa meira

Nýtt kynbótamat fyrir hross

Nýr kynbótamatsútreikningur liggur nú fyrir inni á Worldfeng fyrir alls 448.437 hross. Fjöldi alþjóðlegra kynbótadóma sem lágu til grundvallar útreikningnum var 33.046 kynbótadómur og skiptist eftir löndum: Ísland 20.635, Svíþjóð 4.064, Þýskaland 3.339, Danmörk 2.532, Noregur 1.158, Austurríki 302, Finnland 280, Holland 270, Bandaríkin 224, Kanada 117, Sviss 86 og Bretland 39.
Lesa meira

Yfirlitssýning í Hafnafirði 19. Júní

Yfirlitssýning kynbótahrossa fer fram í Hafnafirði föstudaginn 19. Júní og hefst kl. 8:00. Dagskráin byrjar á elstu hryssum. Gert er ráð fyrir að sýning á hryssum klárist fyrir hádegishlé. Eftir hádegi hefst sýning á yngstu stóðhestum.
Lesa meira

Yfirlit á Hólum 19.06. - hollaröðun

Yfirlitssýning kynbótahrossa á Hólum fer fram föstudaginn 19.06. og hefst kl. 08:00. Hér má sjá hollaröð á yfirliti:
Lesa meira

Yfirlit á Gaddstaðaflötum 19. júní

Yfirlit þriðju dómaviku á Gaddstaðaflötum fer fram föstudaginn 19. júní og hefst stundvíslega klukkan 09. Hollaröð dagsins verður birt svo fljótt sem verða má eftir að dómum líkur í kvöld.
Lesa meira

Hollaröð yfirlits í Víðidal 18. júní

Hér fyrir neðan má nálgast hollaröð fyrir yfirlitssýningu á kynbótasýningu í Víðidal sem fer fram 18. júní. Yfirlit hefst kl. 8:00 og áætluð lok eru um kl.12.
Lesa meira

Hollaröð yfirlits á Gaddstaðaflötum 12. júní

Hér fyrir neðan má nálgast hollaröð fyrir yfirlitssýningu á Gaddstaðaflötum föstudaginn 12. júní. Yfirlit hefst kl. 8:00 og áætluð lok eru um kl. 18:00.
Lesa meira