Umgjörð kynbótasýninga / Vegvísir 2021

Nú líður brátt að því að fyrstu kynbótasýningar ársins 2021 hefjist á Íslandi. Fyrir þá sem hafa áhuga á umgjörð sýninganna, regluverki, meðalgildum mældra eiginleika 2020, vægi dæmdra eiginleika, leyfilegum búnaði (beislabúnaði, vali múla, hófhlífum o.s.frv.), leiðara dómara eða hverju því sem fólki gæti dottið í hug að spyrja um,  þá má nálgast Vegvísi við kynbótadóma 2021 í gegnum tengil hér neðar. 

Knapar í vafa með þann búnað sem þeir hyggjast nota, eða aðrar spurningar fjölbreyttar, eru eindregið hvattir til að bera málin undir sýningarstóra og/eða dómara, fyrir dóm. Ekkert er sýningarstjórum leiðara en að fella niður dóm vegna mistaka í vali knapa á búnaði. Slíkt er sem betur fer afar fátítt en hvert tilfelli er einu of mikið. 

Sjá nánar: 
Vegvísir við kynbótadóma 2021
Upplýsingar um kynbótasýningar

/okg