Skráningar á kynbótasýningar - nýjustu fréttir
09.05.2022
|
Opnað verður fyrir skráningar miðvikudaginn 11.maí kl:10:00
Unnið hefur verið hörðum höndum að því að koma skráningarkerfinu í lag. Rétt fyrir hádegi í dag voru keyrðar inn pantanir sem ekki höfðu skilað sér inn í kerfið vegna bilunar. Kerfið verður prufukeyrt í dag og á morgun til að koma í veg fyrir að viðskiptavinir lendi aftur í vandræðum með skráningar.
Í viðleitni til að koma til móts við eigendur og knapa hrossa sem hafa hug á að mæta til dóms á þær sýningar sem þegar eru fullar, hefur sýningardögum á völdum sýningum verið fjölgað.
Lesa meira