Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Ákveðið hefur verið að hætta öllum forskoðunardómum á miðsumarssýningu á Hellu III. Yfirlitssýning fyrir þau hross sem hafa hlotið dóm á Hellu III verður haldin á morgun, fimmtudaginn 29. júlí og hefst hún klukkan 14:00.
Starfsfólk RML á Hellu III reyndist vera neikvætt fyrir covid-19 samkvæmt greiningu í morgun en vegna þeirra almennu smita sem komin eru upp er ekki talið réttlætanlegt að halda dómum áfram. Yfirlitssýningin verður haldin til þess að loka þeim dómum sem þegar eru gerðir.
Þeir hrossaeigendur/knapar sem áttu pláss á Hellu III en gátu ekki sýnt geta valið um að fá í staðinn pláss á síðsumarsýningu eða fá endurgreitt. Einnig er til skoðunar að halda aðra sýningu í næstu viku ef aðstæður leyfa. Sýnendur og eigendur hrossa eru vinsamlegast beðin um að láta vita á netfang rml@rml.is
Við biðjum knapa um að gæta fyllstu varúðar og huga að smitvörnum á morgun á yfirlissýningu.
Við vonum að allir sýni þessu skilning. Mikilvægt er að gæta að öryggi manna og dýra og við metum það svo að það sé ekki hægt að tryggja það eins og staðan er.
/hh