Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Það er óhætt að segja að Hrútaskráin veki athygli. Útgáfa hennar hefur nú ratað inn á vefsíður ekki ómerkari miðils en breska ríkisútvarpsins, BBC. BBC rekur gríðarlega öfluga fréttaþjónustu um heim allan og því má með sanni segja að Hrútaskráin sé komin í heimsfréttirnar. Þetta verður að teljast nokkuð merkilegt því um er að ræða rit sem er einungis gefið út í 2.800 eintökum og dreift til tiltölulega afmarkaðs hóps, þ.e. sauðfjárræktenda á Íslandi. Hins vegar er innihald skráarinnar ekki af verri endanum þar sem fara lýsingar og umsagnir um 44 af allra bestu kynbótahrútum landsins þó ætla mætti að lesendahópurinn væri frekar smár enda um sértækt efni að ræða. Reyndin er þó aftur á móti sú að færri fá en vilja og eftirspurnin eftir Hrútaskránni hefur sjaldan eða aldrei verið meiri.
Við minnum á hrúta- eða sauðfjárræktarfundina sem hefjast í þessari viku eða nánar tiltekið miðvikudaginn 21. nóv. Þar verður skráin til dreifingar og farið yfir efni hennar í máli og myndum.
Sjá nánar:
/gj