Nautgriparækt fréttir

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar eftir nýliðinn febrúar

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar á síðustu 12 mánuðum, nú eftir lok febrúar, hafa verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað fram undir hádegi þann 11. mars. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 437 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 120 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 23.732,6 árskúa á búunum 437 reiknaðist 6.480 kg. eða 6.395 kg. OLM
Lesa meira

Óberon 17046 besta nautið fætt 2017

Óberon 17046 frá Skeiðháholti 1 á Skeiðum hlaut nafnbótina besta naut fætt árið 2017 og viðurkenningu Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands sem slíkt. Ræktendur Óberons eru Guðrún Helga Þórisdóttir og Jón Vilmundarson og veitti Guðmundur Jóhannesson, ráðunautur hjá RML, þeim viðurkenninguna á Búgreinaþingi 12. febrúar sl. Óberon 17046 var fæddur 14. október 2017, undan Úranus 10081 frá Hvanneyri í Andakíl, en móðir hans var Mósaik 1036 frá Skeiðháholti 1 undan Skalla 11023 frá Steinnýjarstöðum á Skaga.
Lesa meira

Ný nautaskrá komin út

Nautaskrá fyrir veturinn 2024 er komin úr prentun og verður dreift til kúabænda í kjölfarið. Skráin er á hefðbundnu formi, litprentuð í A4-broti og inniheldur upplýsingar um öll naut í notkun ásamt ítarefni og faglegum greinum. Þar er um að ræða greinar eftir Þórdísi Þórarinsdóttur hjá RML, um breytingar á kynbótamati fyrir efnainnihald mjólkur, um kynbóatmat fyrir lifun kálfa og gang burðar eftir Þórdísi Þórarinsdóttur og Guðmund Jóhannesson hjá RML og um loftslagsáhrif og fóðurnýtingu kúa eftir þá Jón Hjalta Eiríksson og Jóhannes Kristjánsson hjá LbhÍ. Þá er einnig að finna í skránni grein um erfðastuðla júgur- og spenaeiginleika íslenska kúastofnsins eftir Önnu Guðrúnu Þórðardóttur hjá LbhÍ ásamt fleira efni.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar fyrir nýliðinn janúar

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir síðustu 12 mánuði, nú þegar janúar er nýliðinn, hafa verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað fram undir hádegi þann 12. febrúar. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 446 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 120 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 23.986,4 árskúa á búunum 446 reiknaðist 6.482 kg. eða 6.485 kg. OLM
Lesa meira

Ársuppgjör skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir árið 2023

Niðurstöður skýrsluhaldsársins í mjólkurframleiðslunni 2023 hafa verið reiknaðar og birtar á vef okkar, www.rml.is. Hér í fyrri hluta þessarar fréttar verður farið yfir helstu tölur úr uppgjörinu. Niðurstöður skýrsluhaldsársins í nautakjötsframleiðslunni 2023 hafa einnig verið reiknaðar og birtar á vef okkar. Síðari hluti greinarinnar er helgaður því uppgjöri.
Lesa meira

Ný naut í ársbyrjun 2024

Í næstu viku koma til notkunar 5 ný naut og til tíðinda verður að teljast að hér er um að ræða fyrstu nautin sem valin voru á stöð á grunni arfgreiningar og erfðamats. Hér er því verið að stíga enn eitt skrefið í innleiðingu erfðamengisúrvalsins. Þessi naut eru; Flammi 22020 frá Króki í Biskupstungum undan Bikar 16008 og 573 Kláusardóttur 14031, Strókur 22023 frá Stóru-Reykjum í Flóa undan Herki 16069 og Brynju 884 Kláusardóttur 14031, Drungi 22024 frá Neðri-Þverá í Fljótshlíð undan Mikka 15043 og 1065 Úranusdóttur 10081, Krummi 22025 frá Neðri-Þverá í Fljótshlíð undan Bússa 19066 og 1169 Piparsdóttur 12007 og Þrymur 22027 frá Stóra-Ármóti í Flóa undan Tanna 15065 og Tröllu 1543 Búkkadóttur 17031. Hér er um að ræða geysiöflug naut sem standa í 112 og 113 í heildareinkunn.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir nýliðinn nóvember

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir síðustu 12 mánuði, nú að nýliðnum nóvember, hafa nú verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað síðdegis þann 11. desember. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 455 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 123 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.315,8 árskúa á búunum 455 reiknaðist 6.443 kg. eða 6.477 kg. OLM (af orkuleiðréttri mjólk) á því 12 mánaða tímabili sem uppgjörið nær yfir. Meðalfjöldi árskúa á fyrrgreindum búum var 53,4.
Lesa meira

Gangmáladagatal 2024-25

Gangmáladagatal fyrir 2024-25 er á leiðinni til dreifingar með frjótæknum um land allt. Það er því um að gera að minna frjótækninn á hvort hann sé ekki með dagatal nú á næstu dögum. Gangmáladagtalið hefur sýnt sig vera eitthvert albesta hjálpartæki við beiðslisgreiningu og sæðingar sem völ er á og nákvæm og markviss notkun þess stuðlar að betri frjósemi en ella.
Lesa meira

Kynbótamat fyrir lifun kálfa og gang burðar

Enn dregur til tíðinda í kynbótastarfinu í íslenskri nautgriparækt en kynbótamat fyrir „lifun kálfa“ og „gang burðar“ hefur nú verið birt í Huppu og á nautaskrá.is. Kynbótamatið er þróað af Agli Gautasyni, lektor hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. Um er að ræða mat fyrir þessa tvo fyrrnefnda eiginleika sem skiptist í nokkrar undireinkunnir en einnig birtast tvær samsettar einkunnir. Vonir standa til að kynbótamatið muni hjálpa okkur að berjast gegn allt of miklum kálfadauða í íslenska kúastofninum en í gagnaskrá kynbótamatsins eru 26% kálfa undan fyrsta kálfs kvígum skráðir dauðfæddir.
Lesa meira

Af kyngreiningu nautasæðis

Undanfarna mánuði hefur starfshópur skipaður aðilum frá Bændasamtökum Íslands, Fagráði í nautgriparækt, Nautastöðinni og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins unnið að undirbúningi við innleiðingu kyngreinds sæðis í íslenskri nautgriparækt. Hópurinn hefur fundað með reglubundnum hætti og skoðað hvaða möguleikar eru í stöðunni og hvernig best verður staðið að innleiðingunni. Fyrir liggur að um tvo valkosti eða tvenns konar tækni er að ræða og eitt af hlutverkum hópsins er að vega og meta hvor tæknin hentar betur. Leitað hefur verið upplýsinga frá framleiðendum varðandi þætti eins og gæði, afköst og verð auk þess sem upplýsinga hefur verið leitað hjá frændum okkar í Danmörku og Noregi. Afköst við kyngreiningu á sæði eru lítil samanborið við töku og frystingu hefðbundins sæðis auk þess sem blöndun fyrir kyngreiningu er mun flóknari en blöndun hefðbundins sæðis og krefst bæði sérhæfðs búnaðar og mannskaps. Eitt af því sem hópurinn er að skoða er hvernig slíkum búnaði verður best fyrir komið og hvernig framkvæmd kyngreiningar verður með þeim hætti að kostnaði sé haldið í lágmarki með nægilegum afköstum fyrir íslenskar aðstæður.
Lesa meira