Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Umhverfis og auðlindaráðuneytið boðaði í gær til morgunverðarfundar fyrir fulltrúa Búnaðarþings þar sem fulltrúar RML kynntu tvö verkefni sem eru í gangi og studd af ráðuneytinu. Annars vegar kynnti Borgar Páll Bragason verkefnið Loftslagsvænn landbúnaður og hins vegar kynnti Sigurður Torfi Sigurðsson verkefnið Landbúnaður og náttúruvernd „LOGN“.
Við sama tilefni var undirritaður samningur um Loftslagsvænan landbúnað. Umhverfis og auðlindaráðuneytið og Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytið standa að baki fjármögnun þess og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, Landgræðslan og Skógræktin um framkvæmdina. Framleiðnisjóður landbúnaðarins kemur þar að auki að fjármögnun vegna niðurgreiðslu á námskeiðsgjöldum.
Verkefnið er liður í aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Um er að ræða samstarfsverkefni með sauðfjárbændum um minni losun og aukna bindingu við búskap og landnotkun. Þessa dagana eru haldin námskeið í loftslagsvænum landbúnaði um allt land og eru þau liður í verkefninu.
bpb/okg