Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Fyrr á þessu ári hófst rekstrarverkefni meðal kúabænda þar sem markmiðið er m.a. að auka rekstrarvitund og möguleika þeirra á meiri skilvirkni í bættum búrekstri. 90 kúabú tóku þátt í verkefninu og er nú verið að leggja lokahönd á úrvinnslu gagna. Stefnt er að því í fyrri hluta desembermánaðar að þátttökubúin fái afhenta skýrslu um sitt bú þar sem styrkleikar og veikleikar í rekstri verða rýndir.
Brýnt er að fara í samsvarandi verkefni hjá nautgripabændum sem eru í nautakjötsframleiðslu. Sú þróun sem hefur verið undanfarið í framleiðslu og sölu á nautakjöti; með breyttu tollaumhverfi, lækkun á afurðaverði og breytingum á markaðsaðstæðum m.a. vegna COVID-19, kallar á hagtölusöfnun í greininni og rýni í rekstrarafkomu.
Ef þú ert nautakjötsframleiðandi óskum við eftir þátttöku þinni í verkefninu. Í verkefninu verða skoðuð rekstrargögn áranna 2017-2019 ásamt framleiðslutengdum upplýsingum. Þátttakendur munu þurfa að skila rekstrargögnum fyrir þessi þrjú ár til okkar. Æskilegast er að fá lykluð gögn úr bókhaldsforritinu dkBúbót en einnig verður unnið úr landbúnaðarframtölum séu sundurliðuð gögn ekki til staðar. Fyllsta trúnaðar verður gætt og skilyrði persónuverndarlaga uppfyllt.
Hvert bú mun fá skýrslu um sinn rekstur og sjá hvar það stendur í samanburði við önnur bú í verkefninu. Tengd verða saman rekstrar- og skýrsluhaldsgögn búsins úr Huppu og Jörð sem mun bjóða upp á margvíslegan samanburð.
Gagnasöfnun mun hefjast nú þegar og ná fram í miðjan desember. Eftir það verða gögnin tekin saman og skýrsla afhent hverju búi. Búast má við því að sú skýrsla verði afhent þátttakendum í verkefninu í janúar á næsta ári. Samhliða rekstrargreiningu verður til gagnagrunnur um hagrænar tölur í nautakjötsframleiðslu sem mun nýtast við afkomuvöktun í greininni og ekki síður munu gögnin nýtast til bættrar framleiðslu nautakjöts.
Með fjárframlagi úr þróunarsjóði nautgriparæktarinnar og væntanlega víðar mun þetta verkefni verða bændum að kostnaðarlausu.
Þeir nautakjötsframleiðendur sem hafa áhuga á að vera með í þessu verkefni eru hvattir til að hafa samband sem fyrst við einhvern af starfsmönnum verkefnisins:
Kristján Óttar Eymundsson s: 516-5032eða koe@rml.is
María Svanþrúður Jónsdóttir s: 516-5036 eða msj@rml.is
Runólfur Sigursveinsson s: 516-5039 eða rs@rml.is
Sigríður Ólafsdóttir s: 516-5041eða so@rml.is
hh/msj