Jarðrækt fréttir

Hvernig gróffóður framleiðir þú í sumar? Hvernig fóður notar þú næsta vetur?

Gróffóður er af mismunandi gæðum eftir því hvar það er ræktað, hvaða tegundir eru notaðar, hver sláttutíminn er o. fl. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því hvað gróffóðrið sem á að nota næsta vetur inniheldur af próteini, orku og steinefnum til þess að geta valið það viðbótarfóður sem passar best og gefur hagkvæmustu fóðrunina.
Lesa meira

Tjón af völdum álfta og gæsa skráð í Jörð.is

Vert er að vekja athygli á forsíðufrétt 9. tölublaðs Bændablaðsins sem og frétt á bbl.is, um hvernig skuli bregðast við ásókn álfta og gæsa í ræktarlönd. Í nefndum fréttum kemur meðal annars fram að móta þurfi aðgerðaáætlun vegna ágangs þessara fugla á ræktarlönd bænda.
Lesa meira

Skráningarblöð í dráttarvélina

Eins og flestir bændur þekkja vel er afar mikilvægt að halda vel utan um alla meðferð túna. Skráning á áburðargjöf og uppskeru er þar einkum mikilvæg. Með tilkomu skýrsluhaldsforritsins Jörð.is hefur bændum verið auðveldað þetta utanumhald til muna. Þó er það þannig að ef skráning í Jörð.is er ekki gerð jafnóðum, verður að halda utan um skráninguna á pappír.
Lesa meira

Ráðgjöf í framræslu og jarðrækt

Næstu daga, nánar tiltekið miðvikudaginn 23. apríl, fimmtudaginn 24. apríl og föstudaginn 25. apríl verður Kristján Bjarndal ráðunautur staddur á Suðausturlandi, meðal annars við skurðamælingar. Ef bændur á þessu svæði hafa hug á að nýta sér þjónustu hans geta þeir haft samband við hann beint í síma 896-6619.
Lesa meira

Fræðslufundur um gras- og grænfóðurrækt og beit mjólkurkúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins efnir til fræðslufundar um gras- og grænfóðurrækt og beit mjólkurkúa miðvikudaginn 23. apríl nk., síðasta vetrardag. Fundurinn hefst kl. 13:30 í húsakynnum LbhÍ á Hvanneyri, nánar tiltekið í fundarsalnum Borg á 2. hæð til hægri í Ásgarði.
Lesa meira

Fræðslufundir um fóðrun mjólkurkúa

Minnum á áður auglýsta fræðslufundi um fóðrun mjólkurkúa. Fundirnir hafa verið haldnir af RML undanfarna daga og enn eru þrír fundir eftir. Á fundunum er farið yfir helstu þætti er varða fóðrun til afurða, aukningu verðefna í mjólk og fóðuráætlanagerð.
Lesa meira

Verð og framboð á sáðvöru og grasfræblöndum

Vakin er athygli á að nýir listar yfir verð og framboð á sáðvöru og grasfræblöndum hafa nú verið birtir hér á á heimasíðu RML. Í nýju listunum eru upplýsingar um allt fræ og blöndur sem eru til sölu ásamt verði sem og upplýsingum sem liggja fyrir um viðkomandi yrki í nýjasta Nytjaplöndulista Landbúnaðarháskóla Íslands.
Lesa meira

Fræðslufundur um fóðrun mjólkurkúa - breytt dagsetning

Fræðslufundi um fóðrun mjólkurkúa sem var áður auglýstur þann 10. apríl verður frestað til mánudagsins 14. apríl. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum LbhÍ á Hvanneyri og hefst kl. 13.00. Á fundinum verður farið yfir helstu þætti er varða fóðrun til afurða, aukningu verðefna í mjólk og fóðuráætlanagerð.
Lesa meira

Fræðslufundir RML um fóðrun og beit mjólkurkúa

Í vikunni 17. – 21. mars var norskur fóðurfræðingur, Jon Kristian Sommerseth í heimsókn hjá RML. Heimsóknin var fyrst og fremst liður í því að styrkja fóðurráðgjöf fyrirtækisins en einnig var tækifærið notað til að halda tvo bændafundi þar sem Jon var með erindi ásamt ráðunautum RML.
Lesa meira

Fræðslufundur um fóðrun mjólkurkúa - Kirkjubæjarklaustri

Miðvikudaginn 26. mars verður haldinn fræðslufundur á Hótel Klaustur á Kirkjubæjarklaustri kl. 13.30 um fóðrun mjólkurkúa til aukinnar framleiðslu með hærri verðefnum. Á fundinn mæta Jóna Þórunn Ragnarsdóttir frá RML og fer yfir helstu þætti er varðar fóðrun til afurða og hærri verðefna í mjólk.
Lesa meira