Jarðrækt fréttir

Skráningarblöð í dráttarvélina

Eins og flestir bændur þekkja vel er afar mikilvægt að halda vel utan um alla meðferð túna. Skráning á áburðargjöf og uppskeru er þar einkum mikilvæg. Með tilkomu skýrsluhaldsforritsins Jörð.is hefur bændum verið auðveldað þetta utanumhald til muna.
Lesa meira

Nú er tími áburðaráætlana

Undanfarna daga hafa áburðarsalar verið að kynna verð og framboð á áburði. Áburðarverð hefur lækkað umtalsvert frá því í fyrra, eða á milli 12 og 15%. Þrátt fyrir verðlækkun eru áburðarkaup ennþá stærsti rekstrarkostnaðarliður sauðfjárbænda og næststærsti kostnaðarliður kúabænda á hverju ári og því mikilvægt að vanda vel til verka við val á tegundum og magni.
Lesa meira

Verðlækkun á áburði á milli 7 og 15%

Nú hafa allir stærslu áburðarsalar síðustu ára auglýst framboð og verð á áburði. Lækkun á áburðarverði er umtalsverð á milli ára eða oft á bilinu 7 og 15% en það er breytilegt á milli áburðarsala og áburðartegunda.
Lesa meira

Er búið að skrá uppskeru í Jörð.is?

Notendur að Jörð.is eru minntir á að þeir sem hafa skráð uppskeru í forritinu geta með einföldum hætti náð í þau gögn rafrænt við skil á haustskýrslu hjá Matvælastofnun. Lokadagur skila á haustskýrslunni er 20. nóvember.
Lesa meira

Fyrstu niðurstöður heysýna lofa góðu

Nú eru komnar niðurstöður úr um 150 heysýnum sem send voru til greiningar hjá BLGG í Hollandi. Ríflega þrír fjórðu sýnanna eru af Suðurlandi og hefur ágætt heyskaparsumar sunnanlands því mikil áhrif á meðaltöl heysýnanna enn sem komið er.
Lesa meira

Bústólpi og RML semja um ráðgjöf til kúabænda

RML og Bústólpi hafa gert samkomulag um gerð fóðuráætlana og ráðgjöf til bænda í haust. Með samkomulaginu hyggst Bústólpi bjóða sínum tryggu fóðurkaupendum fría grunnþjónustu við fóðuráætlanagerð, sem felst í töku heysýna, efnagreiningu og gerð grunnfóðuráætlunar.
Lesa meira

Umsóknarfrestur vegna jarðabóta er til 10. sept. nk.

Við minnum á að umsóknarfrestur vegna jarðabóta rennur út þann 10. september nk. Þeir bændur sem telja sig eiga rétt á styrk vegna jarðabóta á jörðum sínum þurfa að hafa hraðann á til að tryggja að umsókn komist inn fyrir auglýstan umsóknarfrest.
Lesa meira

Sprotabændur heimsóttir

Þessa dagana hafa ráðunautar RML verið að heimsækja þá bændur sem eru skráðir í Sprotann - jarðræktarráðgjöf. Eitt helsta markmið verkefnisins er að stuðla að markvissri áburðarnýtingu. Mikilvægur hluti þess að nýting áburðar verði góð er að halda til haga upplýsingum um það sem gert er í jarðræktinni.
Lesa meira

Ábendingar um heyverkun

Aldrei er góð vísa of oft kveðin. Það á einnig við um góð heilræði. Fyrir rétt um ári síðan setti Bjarni Guðmundsson prófessor á Hvanneyri á blað eftirfarandi ábendingar um heyverkun sem rétt er að rifja upp núna.
Lesa meira

Ráðunautar RML læra af sænskum kollega

Síðustu daga hafa jarðræktar- og fóðurráðunautar RML fundað með sænska jarðræktarráðunautinum Lars Ericsson. Lars starfar við jarðræktarráðgjöf og rannsóknir norðarlega í Svíþjóð (Västerbotten) en aðstæður þar eru um margt líkar því sem við þekkjum hér á landi. Ríkharð Brynjólfsson og Guðni Þorvaldsson prófessorar hjá LbhÍ tóku þátt í fundinum sem var mjög fróðlegur og gagnlegur.
Lesa meira