Jarðrækt fréttir

Verðlækkun á áburði

Mikil verðlækkun er á tilbúnum áburði milli ára. Áburðarsalar eru farnir að auglýsa framboð og verð á áburði og skv. því er allt að fjórðungsverðlækkun milli ára í sumum tilvikum. Gengisbreytingar skýra mestan hluta lækkunarinnar en einnig er hráefnaverð lægra á erlendum mörkuðum en fyrir ári síðan.
Lesa meira

Örfá orð til sauðfjárbænda

Nú ættu þeir sauðfjárbændur sem sendu heysýni til greiningar í haust að hafa fengið niðurstöður til sín. Rýna þarf í niðurstöðurnar, skipuleggja fóðrunina og ákvarða um viðbótarfóður sé þörf á slíku. Ef einhverjir sem ekki hafa tekið heysýni en hafa áhuga geta ennþá gert það.
Lesa meira

Aukinn stuðningur vegna nýtingar ræktunarlands

Á sama tíma og stuðningur til landbúnaðar hefur farið lækkandi hefur stuðningur til jarðræktar aukist. Þó svo að umfang hans sé enn tiltölulega lítið í heildarstuðningnum þá virðist stuðningur til landbúnaðar vera að þróast í þessa átt.
Lesa meira

Skráning á uppskeru í Jörð.is

Í dag, 21. september, hefur verið skráð að hluta eða öll uppskera ársins 2016 á 169 búum í Jörð.is. Skráð uppskera af túnum er u.þ.b. 26.600 tonn/þe og ef við reiknum með að meðal uppskera af hektara sé um 3500 kg/þe þá er búið að skrá uppskeru á um 7500 hektara. Á meðfylgjandi mynd má sjá uppskerumagn eftir því í hvaða viku sláttur fór fram.
Lesa meira

Hver er næringarefnastaða túnanna?

Það hefur löngum verið talið mikilvægur þáttur í bústjórn að láta efnagreina jarðvegssýni af túnum á nokkurra ára fresti. Þannig geta bændur byggt betur undir ákvarðanir varðandi áburðarkaup og endurræktun túna.
Lesa meira

Íblöndunarefni við votheysverkun

Notkun íblöndunarefna (einnig kölluð hjálparefni) við gróffóðuröflun verður sífellt algengara. Kemur þar til að bæði eru nú á boðstólum betri búnaður til að koma íblöndunarefni í fóðrið og ekki síður aukið framboð af hjálparefnum.
Lesa meira

Heimsóknir í akra: Tíma- og staðsetningar uppfærðar

Dagana 20.-23. júní nk. verður Benny Jensen kartöflu- og kornræktarráðunautur frá BJ-Agro í Danmörku hér á landi og heimsækir bú og skoðar kartöflugarða en einnig kornakra á ákveðnum stöðum. Verður ástand akranna metið og m.a. horft eftir illgresi, sjúdómum og skortseinkennum í korni. Kornbændum og öðru áhugafólki um kornrækt er boðið að skoða þessa akra með Benny. Í för með honum verða ráðunautar frá RML. Tíma- og staðsetningar hafa verið uppfærðar hér á síðunni.
Lesa meira

Viðbrögð við kali

Undanfarna daga hefur verið að koma í ljós að kal er víða umtalsvert og munu margir bændur því þurfa að bregðast við fyrirsjáanlegu uppskerutapi. Árið 2013 var einnig umtalsvert kal og þá voru teknar saman leiðbeiningar um viðbrögð við því sem rétt er að rifja upp að nýju.
Lesa meira

Verð og framboð á sáðvöru

Að venju birtir RML samantekinn lista yfir verð og framboð á sáðvöru samkvæmt upplýsingum frá söluaðilum. Í listanum koma m.a. fram umsagnir um yrkin skv. ritinu Nytjaplöntur á Íslandi 2016 sem er gefið út af LbhÍ. Þá er vert að benda á í Jörð.is er hægt að skrá notkun allra þessara yrkja ásamt dagsetningum á jarðvinnslu og sáningu.
Lesa meira

Námskeið í Jörð.is

Námskeiðið er einkum ætlað bændum, en er þó öðrum opið. Hámark þátttakanda er 12 og fer kennslan fram í tölvustofum þar sem því er viðkomið annars mæta þátttakendur með eigin fartölvur og fá aðgang að þráðlausu neti.
Lesa meira