09.03.2018
Undanfarin fjögur ár hefur RML boðið bændum að taka þátt í ráðgjafarpakka sem kallaður er Sprotinn. Markmiðið með honum er að ná vel utan um alla jarðræktina á búinu með skráningum m.a. á því sem er ræktað, borið á og uppskorið og einnig eftir því sem þurfa þykir, sýnatöku á jarðvegi til að greina það sem hugsanlega má bæta. Ráðgjöfinni lýkur síðan alltaf á að unnin er áburðaráætlun þar sem gögn úr skýrsluhaldinu og niðurstöður hey- og jarðvegssýna eru höfð til stuðnings.
Lesa meira