Fræðslufundur um gras- og grænfóðurrækt og beit mjólkurkúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins efnir til fræðslufundar um gras- og grænfóðurrækt og beit mjólkurkúa miðvikudaginn 23. apríl nk., síðasta vetrardag. Fundurinn hefst kl. 13:30 í húsakynnum LbhÍ á Hvanneyri, nánar tiltekið í fundarsalnum Borg á 2. hæð til hægri í Ásgarði.

Á fundinum mun Eiríkur Loftsson ráðunautur hjá RML hafa framsögu um fundarefnið, - svara fyrirspurnum og taka þátt í almennum umræðum. Kúabændur og aðrir sem áhuga hafa eru velkomnir á fundinn.

Kaffiveitingar.

gg/okg