Jarðrækt fréttir

Áburðarkaup

Áburðarkaup eru einn af stóru kostnaðarliðunum í rekstri kúa- og sauðfjárbúa. Áburðarsalar hafa nú birt framboð og verð á tilbúnum áburði. Framboð er nokkuð áþekkt milli ára þó nokkrar nýjar samsetningar sjáist á listum áburðarsala. Verð hafa hins vegar hækkað nokkuð milli ára. Mikilvægt er að bændur skipuleggi áburðargjöf sem best til þess að nýting fjármuna og aðfanga sé góð. Besta leiðin til þess að halda niðri áburðarkostnaði er líkt og oft hefur komið fram, góð og markviss nýting á búfjáráburði.
Lesa meira

Nyjar reglugerðir um framkvæmd búvörusamninga og innlausnarvirði greiðslumarks

Milli jóla og nýárs voru gefnar út nýjar reglugerðir um framkvæmd búvörusamninga, þ.e. almennan stuðning í landbúnaði, garðyrkju, nautgripa- og sauðfjárrækt. Ekki er um miklar breytingar að ræða á formi stuðnings milli ára og flestar breytingar eingöngu til þess að skerpa á eða skýra ákveðin atriði. Þó verður að geta þess að greiðslumark mjólkur er aukið um eina milljón lítra og verður 145 milljónir lítra á verðlagsárinu 2018. Varðandi stuðning í sauðfjárrækt koma ákvæði um fjárfestingastuðning til framkvæmda á þessu ári og við bætist einnig svokallaður býlisstuðningur.
Lesa meira

Umsóknarfrestur um jarðræktarstyrki og landgreiðslur alveg að renna út

Umsóknarfrestur til að sækja um jarðræktarstyrki og landgreiðslur rennur út 20. október. Jarðrækarstyrkur er greiddur út á nýrækt, endurræktun á túnum, kornrækt, grænfóðurrækt og útiræktun á grænmeti. Landgreiðslur eru greiddar á allt annað land sem er uppskorið til fóðuröflunar en ekki er greitt út á land sem er eingöngu nýtt til beitar. Áður en hægt er að sækja um styrkina þarf að skrá ræktun og uppskeru í Jörð.is og síðan að skila jarðræktarskýrslu. Ráðunautar RML aðstoða bændur við slíka skráningu og taka jafnframt að sér skráningar fyrir þá sem þess óska.
Lesa meira

Margir möguleikar í heyefnagreiningum

Eins og bændur þekkja er mikilvægt að hafa góðar upplýsingar um gróffóðrið sem er undirstaða fóðrunar vetrarins og er þannig grunnurinn að framleiðslunni hvort sem um er að ræða mjólk eða kjöt.
Lesa meira

Skýrsluhald í jarðrækt er nú forsenda jarðræktarstyrkja og landgreiðslna

Athygli er vakin á því að í rammasamningi um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins eru ákvæði um jarðræktarstyrki og landgreiðslur sem hafa ekki áður verið til staðar í samningum milli ríkis og bænda. Forsendan fyrir því að hljóta slíka styrki eru meðal annars skil á skýrsluhaldi í jarðrækt í forritinu Jörð.is.
Lesa meira

Jarðvegssýnataka haustið 2017

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins vill minna bændur á að huga að jarðvegssýnatöku í haust. Efnagreiningar á jarðvegi ræktarlands gefa mikilvægar upplýsingar sem bændur geta notað til að byggja áburðargjöf á. Þær segja til um næringarástandið, hvort það sé skortur eða hvort hægt sé að draga úr áburðargjöf ákveðinna efna. Einnig fást upplýsingar um sýrustig jarðvegs og hvort huga þurfi að kölkun. Niðurstöður jarðvegssýna frá haustinu 2016 benda til þess að algengt sé að sýrustig túna sé lægra en þau viðmiðunargildi sem æskileg þykja í jarðrækt.
Lesa meira

Móttaka hirðingarsýna hafin

Efnagreining er farin að taka við hirðingarsýnum og stefna á að á keyra í gegn þau sýni sem verða komin í byrjun júlí og svo aftur aðra keyrslu í byrjun ágúst. Fyrir þá sem vilja nýta sér þann kost að senda inn hirðingarsýni og fá niðurstöður núna í sumar. Hirðingarsýni eru ágætis kostur ef gróffóðrið er hirt frekar þurrt og lítil sem engin verkun verður í geymslu. Þetta á við um þurrhey og frekar þurrar rúllur. Þá er hægt að senda sýnin beint á Hvanneyri á Efnagreining, Ásvegi 4, 311 Borgarnes og senda tölvupóst á beta@efnagreining.is með upplýsingum um að sýnin séu væntanleg.
Lesa meira

Kornskoðun

Þessa dagana er Benny Jensen kartöflu- og kornráðunautur frá BJ Agro í Danmörku á ferðinni um landið með jarðræktarráðunautum RML að skoða í akra og veita ráðgjöf varðandi ræktunina.
Lesa meira

Heimsóknir ráðunauta í kornakra

Dagana 12.-15. júní nk. verður Benny Jensen ráðunautur frá BJ-Agro í Danmörku hér á landi. Mun hann heimsækja bú og skoða kartöflugarða en einnig kornakra á nokkrum stöðum. Verður ástand akranna metið og m.a. horft eftir illgresi, sjúdómum og skortseinkennum í korni.
Lesa meira

Auglýst er eftir búum til þátttöku í verkefninu „Minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði“

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hafa gert með sér samning um verkefni sem miðar að mótun á vegvísi um minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði. Samningurinn felur í sér að Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins leitar samstarfs við 5 bú þar sem lagt verður mat á losun gróðurhúsalofttegunda vegna búrekstursins og landnotkunar.
Lesa meira