Áburðarkaup
11.01.2018
Áburðarkaup eru einn af stóru kostnaðarliðunum í rekstri kúa- og sauðfjárbúa. Áburðarsalar hafa nú birt framboð og verð á tilbúnum áburði. Framboð er nokkuð áþekkt milli ára þó nokkrar nýjar samsetningar sjáist á listum áburðarsala. Verð hafa hins vegar hækkað nokkuð milli ára. Mikilvægt er að bændur skipuleggi áburðargjöf sem best til þess að nýting fjármuna og aðfanga sé góð. Besta leiðin til þess að halda niðri áburðarkostnaði er líkt og oft hefur komið fram, góð og markviss nýting á búfjáráburði.
Lesa meira