Jarðrækt fréttir

Fræðslufundir RML um fóðrun og beit mjólkurkúa

Í vikunni 17. – 21. mars var norskur fóðurfræðingur, Jon Kristian Sommerseth í heimsókn hjá RML. Heimsóknin var fyrst og fremst liður í því að styrkja fóðurráðgjöf fyrirtækisins en einnig var tækifærið notað til að halda tvo bændafundi þar sem Jon var með erindi ásamt ráðunautum RML.
Lesa meira

Fræðslufundur um fóðrun mjólkurkúa - Kirkjubæjarklaustri

Miðvikudaginn 26. mars verður haldinn fræðslufundur á Hótel Klaustur á Kirkjubæjarklaustri kl. 13.30 um fóðrun mjólkurkúa til aukinnar framleiðslu með hærri verðefnum. Á fundinn mæta Jóna Þórunn Ragnarsdóttir frá RML og fer yfir helstu þætti er varðar fóðrun til afurða og hærri verðefna í mjólk.
Lesa meira

Fræðslufundur um fóðrun mjólkurkúa

Fræðslufundur RML um fóðrun mjólkurkúa verður haldinn á Þórisstöðum á Svalbarðsströnd miðvikudaginn 19. mars kl. 13.00. Farið verður yfir helstu þætti er varða fóðrun til afurða og meiri verðefna í mjólk. Sérstök áhersla verður lögð á sumarbeit og nýtingu grænfóðurs.
Lesa meira

Fræðslufundur um fóðrun mjólkurkúa

Fræðslufundur RML um fóðrun mjólkurkúa verður haldinn í Þingborg í Flóa þriðjudaginn 18. mars kl. 13.30. Farið verður yfir helstu þætti er varða fóðrun til afurða og hærri verðefna í mjólk. Sérstök áhersla verður lögð á sumarbeit og nýtingu grænfóðurs.
Lesa meira

Áburðarráðgjöf á Vesturlandi

Stór hluti verkefna margra ráðunauta síðan rétt fyrir áramót hefur verið fólginn í því að aðstoða bændur við val á áburðartegundum og magni í samræmi við aðstæður á hverjum stað. Mikilvægt er að skilgreina vel mismunandi áburðarþarfir túna svo að búfjáráburður og tilbúinn áburður nýtist sem best.
Lesa meira

Áburðarráðgjöf á Suðurlandi

Eitt helsta verkefni ráðunauta þessa dagana er að leiðbeina bændum við val á áburði og oftar en ekki endar sú ráðgjöf á því að útbúin er áburðaráætlun í Jörð.is. Mikilvægt er að forsendur áburðaráætlunar séu sem bestar og því þurfa bændur og ráðunautar að leggja saman krafta sína svo áætlunin verði sem best.
Lesa meira

Áburðaráætlanagerð í fullum gangi

Ráðunautar RML eru þessa dagana að aðstoða bændur við val á áburði enda hafa nú allir áburðarsalarnir birt framboð og verð. Ráðgjöfin er sniðin eftir þörfum hvers og eins en yfirleitt er um að ræða áburðaráætlanagerð í Jörð.is þar sem áburðarþarfir túnanna eru skilgreindar eins vel og hægt er.
Lesa meira

Nú er rétti tíminn til að gera áburðaráætlanir

Nú hafa flestir áburðarsalar birt lista yfir áburðarúrval og verð og eru þær upplýsingar komnar inn í jörð.is. Þegar litið er yfir lista tegunda sem eru í boði getur oft verið úr vöndu að ráða að velja rétta tegund miðað við aðstæður á hverjum stað. Þar sem áburðarkaup eru í flestum tilfellum stór kostnaðarliður á búum er afar mikilvægt að vandað sé til verka við val á áburðartegundum.
Lesa meira