Jarðrækt fréttir

Fræðslufundir um fóðrun mjólkurkúa

Minnum á áður auglýsta fræðslufundi um fóðrun mjólkurkúa. Fundirnir hafa verið haldnir af RML undanfarna daga og enn eru þrír fundir eftir. Á fundunum er farið yfir helstu þætti er varða fóðrun til afurða, aukningu verðefna í mjólk og fóðuráætlanagerð.
Lesa meira

Verð og framboð á sáðvöru og grasfræblöndum

Vakin er athygli á að nýir listar yfir verð og framboð á sáðvöru og grasfræblöndum hafa nú verið birtir hér á á heimasíðu RML. Í nýju listunum eru upplýsingar um allt fræ og blöndur sem eru til sölu ásamt verði sem og upplýsingum sem liggja fyrir um viðkomandi yrki í nýjasta Nytjaplöndulista Landbúnaðarháskóla Íslands.
Lesa meira

Fræðslufundur um fóðrun mjólkurkúa - breytt dagsetning

Fræðslufundi um fóðrun mjólkurkúa sem var áður auglýstur þann 10. apríl verður frestað til mánudagsins 14. apríl. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum LbhÍ á Hvanneyri og hefst kl. 13.00. Á fundinum verður farið yfir helstu þætti er varða fóðrun til afurða, aukningu verðefna í mjólk og fóðuráætlanagerð.
Lesa meira

Fræðslufundir RML um fóðrun og beit mjólkurkúa

Í vikunni 17. – 21. mars var norskur fóðurfræðingur, Jon Kristian Sommerseth í heimsókn hjá RML. Heimsóknin var fyrst og fremst liður í því að styrkja fóðurráðgjöf fyrirtækisins en einnig var tækifærið notað til að halda tvo bændafundi þar sem Jon var með erindi ásamt ráðunautum RML.
Lesa meira

Fræðslufundur um fóðrun mjólkurkúa - Kirkjubæjarklaustri

Miðvikudaginn 26. mars verður haldinn fræðslufundur á Hótel Klaustur á Kirkjubæjarklaustri kl. 13.30 um fóðrun mjólkurkúa til aukinnar framleiðslu með hærri verðefnum. Á fundinn mæta Jóna Þórunn Ragnarsdóttir frá RML og fer yfir helstu þætti er varðar fóðrun til afurða og hærri verðefna í mjólk.
Lesa meira

Fræðslufundur um fóðrun mjólkurkúa

Fræðslufundur RML um fóðrun mjólkurkúa verður haldinn á Þórisstöðum á Svalbarðsströnd miðvikudaginn 19. mars kl. 13.00. Farið verður yfir helstu þætti er varða fóðrun til afurða og meiri verðefna í mjólk. Sérstök áhersla verður lögð á sumarbeit og nýtingu grænfóðurs.
Lesa meira

Fræðslufundur um fóðrun mjólkurkúa

Fræðslufundur RML um fóðrun mjólkurkúa verður haldinn í Þingborg í Flóa þriðjudaginn 18. mars kl. 13.30. Farið verður yfir helstu þætti er varða fóðrun til afurða og hærri verðefna í mjólk. Sérstök áhersla verður lögð á sumarbeit og nýtingu grænfóðurs.
Lesa meira

Áburðarráðgjöf á Vesturlandi

Stór hluti verkefna margra ráðunauta síðan rétt fyrir áramót hefur verið fólginn í því að aðstoða bændur við val á áburðartegundum og magni í samræmi við aðstæður á hverjum stað. Mikilvægt er að skilgreina vel mismunandi áburðarþarfir túna svo að búfjáráburður og tilbúinn áburður nýtist sem best.
Lesa meira

Áburðarráðgjöf á Suðurlandi

Eitt helsta verkefni ráðunauta þessa dagana er að leiðbeina bændum við val á áburði og oftar en ekki endar sú ráðgjöf á því að útbúin er áburðaráætlun í Jörð.is. Mikilvægt er að forsendur áburðaráætlunar séu sem bestar og því þurfa bændur og ráðunautar að leggja saman krafta sína svo áætlunin verði sem best.
Lesa meira

Áburðaráætlanagerð í fullum gangi

Ráðunautar RML eru þessa dagana að aðstoða bændur við val á áburði enda hafa nú allir áburðarsalarnir birt framboð og verð. Ráðgjöfin er sniðin eftir þörfum hvers og eins en yfirleitt er um að ræða áburðaráætlanagerð í Jörð.is þar sem áburðarþarfir túnanna eru skilgreindar eins vel og hægt er.
Lesa meira