Hrossarækt fréttir

Skeiðgenið - birting í WorldFeng

Nýjung hefur nú verið bætt inn í WorldFeng en það eru upplýsingar um arfgerð hrossa í DMRT3 erfðavísinum. Í DMRT3 erfðavísinum geta verið tvær samsætur, A og C, sem eru í raun tvær útgáfur af þessum erfðavísi og geta hross því borið þrjár mögulegar arfgerðir: AA, CA og CC. Vegna tengsla A samsætunnar við skeiðgetu hefur A samsætan verið kölluð skeiðgenið í daglegu tali.
Lesa meira

Skráningar á kynbótasýningar vorsins

Þann 18. apríl var opnað fyrir skráningar á allar kynbótasýningar vorsins. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að skrá hér í gegnum heimasíðuna en á forsíðunni hægra megin er valmyndin „skrá á kynbótasýningu“.
Lesa meira

Ungfolaskoðun og DNA-sýnataka

Boðið verður upp á ungfolaskoðanir og DNA-sýnatöku úr hrossum á Norðurlandi í næstu viku. Þorvaldur Kristjánsson, ábyrgðarmaður hrossaræktar, verður á ferðinni á eftirtöldum svæðum:
Lesa meira

Námskeið í fóðrun, umhirðu og aðbúnaði reiðhrossa

Fjallað verður um undirstöðu góðrar fóðrunar s.s. að þekkja fóðurþarfir, fóðurtegundir og hvernig á að meta holdafar hrossa. Þá verður farið yfir aðbúnað og daglega umhirðu. Að lokum verður stutt kynning á gagnagrunninum WorldFeng og skýrsluhaldi honum tengdu.
Lesa meira

DNA-stroksýnataka í Skagafirði

Steinunn Anna Halldórsdóttir, ráðunautur, verður við DNA-sýnatökur og örmerkingar í Skagafirði, þriðjudaginn 15. mars næstkomandi. Áhugasamir vinsamlegast setji sig í samband við Steinunni (S: 865-0945/sah@rml.is).
Lesa meira

Er búið að örmerkja?

Samkvæmt reglugerð um merkingar búfjár skulu öll hross vera örmerkt og ásetningsfolöld skal örmerkja við hlið móður fyrir 10 mánaða aldur. Nú ætti því að vera búið að merkja flest öll folöld sem fæddust á síðasta ári. Merkingamenn eru hvattir til að skila örmerkjablöðum inn sem allra fyrst eftir merkingu. Hægt er að skila þessum blöðum inn á öllum starfsstöðvum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.
Lesa meira

Hugleiðingar varðandi hrossarækt - Hvað gætum við gert næst?

Hvað gætum við gert næst? Þegar horfið var frá því á sínum tíma að auglýsa sérstaklega komandi útflutning íslenskra kynbótahrossa var stórt skref stigið í átt til nær algers frjálsræðis íslenskra hrossaræktenda í sölumálum. Augljós afleiðing þessarar ákvörðunar var að Íslendingar ætluðu óhræddir að keppa á frjálsum samkeppnis-grundvelli við aðrar þjóðir sem rækta íslenska hestinn; hvað sem liði einstefnuflæði erfðaefnis frá upprunalandinu.
Lesa meira

DNA-stroksýnataka á höfuðborgarsvæði

Pétur Halldórsson, ráðunautur, verður við DNA-sýnatökur og örmerkingar í hesthúsahverfum á höfuðborgarsvæðinu, og víðar, föstudaginn 12. febrúar næstkomandi. Áhugasamir vinsamlegast setji sig í samband við Pétur (S: 862-9322/petur@rml.is).
Lesa meira

Stóðhestaskýrslur 2015

Eru ekki allir búnir að skila stóðhestaskýrslum fyrir síðastliðið ár? Hafa ef til vill einhverjir gleymt þeim niðri í skúffu! Endilega drífið í að skila svo hryssueigendur geti skráð folöldin, sem fæðast í vor, rafrænt í heimaréttinni. Eyðublöðum er hægt að skila inn á öllum starfsstöðvum RML. Ég vil benda á að nú er komið sérstakt eyðublað vegna fósturvísaflutninga en þar er hægt að gera grein fyrir meðgöngumóður.
Lesa meira

Kynbótasýningar 2016 og val kynbótahrossa á LM 2016

Nú er búið að stilla upp áætlun fyrir kynbótasýningar árið 2016 og er hún komin hér á vefinn undir Búfjárrækt/Hrossarækt/Kynbótasýningar. Ákveðið hefur verið að stilla ekki upp sýningum þar sem tvö dómaragengi eru að störfum en þörf hefur verið á því á suðvesturhorni landsins til að anna eftirspurn. Þess í stað verður boðið upp á sýningar á fleiri sýningarsvæðum á sama tíma.
Lesa meira