Hrossarækt fréttir

DNA-sýnataka á höfuðborgarsvæðinu

Pétur Halldórsson verður við DNA-stroksýnatökur og örmerkingar í hesthúsahverfum á höfuðborgarsvæðinu (víðar ef óskað er) föstudaginn 8. janúar og svo mánaðarlega til vors.
Lesa meira

Umsóknir um styrki úr Stofnverndarsjóði íslenska hestakynsins

Frá Bændasamtökum Íslands: Fagráð í hrossarækt starfar samkvæmt 15 gr. búnaðarlaga nr. 70/1998. Fagráð fer, meðal annarra verkefna, með stjórn Stofnverndarsjóðs sem starfræktur er samkvæmt ákvæðum í sömu lögum og reglugerð nr. 470/1999 um sama efni.
Lesa meira

Starfsmenn RML aðstoða við skil á forðagæsluskýrslum

Eins og fram kemur á heimasíðu MAST verður hægt að leita til Ráðgjafarmiðstöðvarinnar með skil á forðagæsluskýrslum líkt og í fyrra. Hægt er að hringja í skiptiborð RML 5165000 og fá samband við starfsmann sem tekur við upplýsingum á skýrsluna, gengur frá henni og skilar. Einnig er hægt að koma við á flestum starfsstöðvum.
Lesa meira

Tíu bú tilnefnd sem ræktunarbú árins 2015

Fagráð í hrossarækt hefur valið þau bú sem nefnd eru til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands, sem ræktunarbú ársins. Valið stóð á milli 53 búa sem náð höfðu athygliverðum árangri á árinu. Ákveðið var að tilnefna 10 bú sem hljóta munu viðurkenningu á ráðstefnunni Hrossarækt 2015 sem haldin verður í Samskipahöllinni í Spretti laugardaginn 7. nóvember næstkomandi.
Lesa meira

Hollaröð yfirlitssýningar á Mið-Fossum 21.ágúst

Yfirlit síðsumarssýningar á Mið-Fossum fer fram á föstudaginn 21.ágúst og hefst kl. 9:00.
Lesa meira

Hollaröð yfirlitssýningar á Sauðárkróki 21. ágúst

Yfirlit síðsumarssýningar á Sauðárkróki fer fram föstudaginn 21. ágúst og hefst kl. 9:00.
Lesa meira

Yfirlit síðsumarssýningar og hollaröð á Selfossi 21. ágúst

Yfirlit síðsumarssýningar á Selfossi fer fram föstudaginn 21. ágúst og hefst kl. 9:00. Dagskrá dagsins verður eftirfarandi:
Lesa meira

Síðsumarssýning á Mið-Fossum, breyting á hollaröðun

Smávægilegar breytingar hafa átt sér stað og eru því knapar og eigendur hrossa hvattir til að skoða uppfærða hollaröðun.
Lesa meira

Síðsumarsýning kynbótahrossa á Miðfossum 19.-21. ágúst

Síðsumarsýning kynbótahrossa á Miðfossum fer fram dagana 19. - 21. ágúst. Dómar hefjast kl 12:30 miðvikudaginn 19. ágúst. Búið er að birta hollaröðun hér á vefnum undir Búfjárrækt > Hrossarækt > Röðun hrossa á kynbótasýningum. Eigendur og sýnendur eru beðnir að mæta tímanlega með hrossin til dóms þannig að dómstörf gangi sem greiðast fyrir sig og tímasetningar haldist sem best.
Lesa meira

Síðsumarsýning kynbótahrossa á Selfossi 17.-21. ágúst

Síðsumarsýning kynbótahrossa á Selfossi fer fram dagana 17. - 21. ágúst. Dómar hefjast kl 12:30 mánudaginn 17. ágúst, aðra daga hefjast dómar stundvíslega kl. 8:00 (fyrstu hross þurfa því að vera mætt í mælingu aðeins fyrir kl. 8:00). Búið er að birta hollaröðun hér á vefnum undir Búfjárrækt > Hrossarækt > Röðun hrossa á kynbótasýningum.
Lesa meira