Hrossarækt fréttir

Yfirlit á Stekkhólma á Héraði - Hollaröð

Yfirlit kynbótasýningar á Stekkhólma á héraði, fer fram föstudaginn 27. maí og hefst kl. 9:00. Í meðfylgjandi tengli má sjá hollaniðurröðun hrossanna.
Lesa meira

Röðun hrossa á kynbótasýningu á Gaddstaðaflötum 30. maí - 10. júní.

Kynbótasýning verður á Gaddstaðaflötum við Hellu dagana 30. maí til 10. júní. Dómar hefjast stundvíslega kl. 8:00 mánudaginn 30. maí. Yfirlitssýningar verða föstudagana 3. júní og 10. júní. Alls eru 240 hross skráð á sýninguna.
Lesa meira

Röðun hrossa á kynbótasýningu í Spretti 30. maí - 10. júní.

Kynbótasýning verður í Spretti í Kópavogi dagana 30. maí til 10. júní. Dómar hefjast stundvíslega kl. 8:00 mánudaginn 30. maí. Yfirlitssýningar verða föstudagana 3. júní og 10. júní. Alls eru 264 hross skráð á sýninguna.
Lesa meira

Yfirlit á Selfossi

Yfirlit kynbótasýningar á Brávöllum, Selfossi, fer fram föstudaginn 27. maí og hefst kl. 8:00. Röð flokka verður með hefðbundnu sniði, þ.e. byrjað á elstu hryssum og niður í þær yngstu, þá yngstu hestar og endað á elstu stóðhestum.
Lesa meira

Röðun hrossa á kynbótasýningu á Mið-Fossum dagana 1.-2. júní

Kynbótasýning verður á Mið-Fossum í Borgarfirði dagana 1.-2. júní 2016. Dómar hefjast stundvíslega kl. 8:00 miðvikudaginn, 1. júní. Yfirlitssýning verður fimmtudaginn 2.júní frá kl. 9:00 til 12:00.
Lesa meira

Kynbótasýning á Hólum í Hjaltadal 6.-10. júní

Kynbótasýning fer fram á Hólum í Hjaltadal dagana 6.-10. júní, verði þátttaka næg. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að skrá hross til sýningar hér á heimasíðu RML í gegnum flýtihnapp á forsíðunni.
Lesa meira

Yfirlit á Sörlastöðum 20. maí - Hollaröð

Yfirlitssýning á Sörlastöðum hefst stundvíslega kl. 9:00. Röð flokka verður eftirfarandi: 7v. og eldri hryssur 6v. hryssur 5v. hryssur Hádegishlé 4v. hryssur 5v. stóðhestar 6v. stóðhestar 7v. og eldri hestar
Lesa meira

Röðun hrossa á kynbótasýningu í Fljótsdalshéraði dagana 26.-27.maí

Kynbótasýning verður á Iðavöllum í Fljótsdalshéraði dagana 26.-27.maí 2016. Dómar hefjast stundvíslega kl. 12:30 fimmtudaginn, 26. maí. Yfirlitssýning verður föstudaginn 27.maí frá kl. 9:00 til 11:00.
Lesa meira

Yfirlit á Sörlastöðum í Hafnarfirði.

Yfirlit kynbótasýningar á Sörlastöðum fer fram föstudaginn 20. maí og hefst kl. 9:00. Röð flokka verður með hefðbundnu sniði, byrjað á elstu hryssum og endað á elstu stóðhestum. Hollaröð verður birt á www.rml.is svo fljótt sem verða má eftir að dómum lýkur fimmtudaginn 19. maí.
Lesa meira

Upplýsingar varðandi landsmótsskrá

Á heimasíðunni www. worldfengur.com má finna lista yfir þau kynbótahross sem búin eru að vinna sér þátttökurétt á Landsmót hverju sinni. Endanlegur listi lítur ekki dagsins ljós fyrr en eftir 10. júní þegar vordómum lýkur.
Lesa meira