Hrossarækt fréttir

Hollaröð yfirlits á Hólum 9. og 10. júní

Yfirlitssýning á Hólum fer fram fimmtudaginn 9. júní og föstudaginn 10. júní. Sýning hefst kl. 8:00 báða daga.
Lesa meira

Yfirlit seinni viku í Spretti

Yfirlit seinni viku í Spretti fer fram föstudaginn 10. júní og hefst stundvíslega kl. 8.00. Hefðbundin röð flokka, þ.e. byrjað á elstu hryssum og endað á elstu stóðhestum.
Lesa meira

Kynbótahross á LM 2016

Hvað varðar kynbótahross á Landsmóti 2016 að Hólum í Hjaltadal eru nokkur atriði sem þarf að koma á framfæri. Ákveðinn fjöldi efstu hrossa vinnur sér þátttökurétt á mótinu og miðað er við að hafa 165 kynbótahross á mótinu. Til að auðvelda bestu klárhrossum landsins að komast inn á mótið er 10 stigum bætt við aðaleinkunn klárhrossa í sætisröðun hrossa inn á mótið. Á heimasíðunni www. worldfengur.com má finna lista yfir þau kynbótahross sem búin eru að vinna sér þátttökurétt á Landsmót hverju sinni. Endanlegur listi lítur ekki dagsins ljós fyrr en eftir 10. júní þegar vordómum lýkur. Ekki þarf að skrá sig inn í WorldFeng til að sjá þennan lista heldur má opna hann með því að smella á „Sýningarskrá fyrir Landsmót 2016“.
Lesa meira

Hollaröð yfirlits í Spretti 3.júní, fyrri vika

Yfirlitssýning fyrri dómaviku í Spretti, Kópavogi fer fram á föstudaginn 3. júní og hefst kl. 8:00. Röð flokka er hefðbundin og byrja á elstu hryssum.
Lesa meira

Hollaröð yfirlits á Gaddstaðaflötum 3. júní, fyrri vika

Yfirlitssýning fyrri dómaviku á Gaddstaðaflötum v. Hellu fer fram föstudaginn 3. júní og hefst kl. 9:00. Röð flokka hefðbundin og byrjað á elstu hryssum. Dagskrá dagsins er á þessa leið:
Lesa meira

Yfirlit á Mið-Fossum 2. júní - Hollaröð

Yfirlit kynbótasýningar á Mið-Fossum fer fram á fimmtudaginn, 2. júní og hefst kl. 09:00. Hér má sjá hollaröðun:
Lesa meira

Röðun hrossa á kynbótasýningu á Hólum dagana 6.-10. júní

Kynbótasýning verður á Hólum í Skagafirði dagana 6.-10. júní 2016. Dómar hefjast stundvíslega kl. 8:00 mánudaginn 6. júní. Tvær dómnefndir verða að störfum og verður dæmt mánudag, þriðjudag og miðvikudag.
Lesa meira

Röðun hrossa á kynbótasýningu á Mið-Fossum 6.-9.júní

Kynbótasýning verður á Mið-Fossum í Borgarfirði dagana 6. til 9. júní. Dómar hefjast stundvíslega kl. 12:30 mánudaginn 6. júní. Yfirlitssýning verður á fimmtudaginn 9. júní og hefst kl. 9:00. Alls eru 82 hross skráð á sýninguna.
Lesa meira

Kynbótasýning á Hólum dagana 6-10. júní

Vegna mikillar þátttöku á kynbótasýningunni á Hólum í Hjaltadal hefur verið ákveðið að hafa tvö dómaragengi að störfum. Sýningin hefst því ekki á sunnudegi, eins og áður var auglýst, heldur hefjast dómar stundvíslega kl. 8:00 mánudaginn 6. júní.
Lesa meira

Yfirlit á Hlíðarholtsvelli Akureyri - hollaröð

Yfirlitssýning kynbótahrossa á Hlíðarholtsvelli á Akureyri, föstudaginn 27.05. og hefst kl. 09:00 Hér má sjá hollaröðun:
Lesa meira