Hrossarækt fréttir

Skráningar á síðsumarssýningar 2016

Þann 22. júlí var opnað á skráningar á síðsumarssýningar. Sýningarnar verða þrjár að þessu sinni, á Gaddstaðaflötum, Mið-Fossum og Melgerðismelum. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „skrá hross á kynbótasýningu“. Sjá nánar í frétt.
Lesa meira

Miðsumarssýning á Brávöllum - hollaröð

Miðsumarssýning kynbótahrossa fer fram á Brávöllum á Selfossi dagana 26. til 29. júlí; dómar þriðjudag til fimmtudags og yfirlit föstudaginn 29. júlí. Tíma knapa / hollaröð má nálgast í fréttinni.
Lesa meira

Fyrirhuguð kynbótasýning á Hólum 25. júlí fellur niður

Ekki náðist tilskilinn lágmarksfjöldi á fyrirhugaða miðsumarssýningu á Hólum og fellur hún því niður. Nánari upplýsingar er hægt að fá í síma 516-5005 eða í tölvupósti lr@rml.is. Hollaröðun fyrir miðsumarssýningu á Selfossi er í vinnslu og verður birt hér á vefnum á næstu dögum.
Lesa meira

Skráningar á miðsumarsýningar 2016

Þann 15. júní var opnað á skráningar á miðsumarssýningar. Sýningarnar verða tvær að þessu sinni, á Selfossi og á Hólum í Hjaltadal. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að skrá hross til sýningar hér á heimasíðu RML í gegnum flýtihnapp á forsíðunni. Hér á síðunni er einnig að finna leiðbeiningar um rafræna skráningu á kynbótasýningu.
Lesa meira

Rásröð kynbótahrossa á LM 2016

Rásröð kynbótahrossa í dómum á LM 2016, dagana 27. júní til 29. júní, er komin inn á heimasíðu landsmótsins (www.landsmot.is) og heimasíðu RML (www.rml.is).
Lesa meira

Kynbótahross á landsmóti 2016

Eigendur hrossa sem hafa unnið sér þátttökurétt á landsmóti en ætla sér ekki að mæta með þau af einhverjum ástæðum eru beðnir um að láta vita um það, þannig að hægt sé að bjóða hrossum sem eru neðar á listanum þátttöku á mótinu. Hægt er að láta vita í síma 892-9690 eða á netfanginu thk@rml.is.
Lesa meira

Opnað fyrir skráningar á miðsumarsýningar

Í dag 15. júní var opnað á skráningar á miðsumarssýningar. Sýningarnar verða tvær að þessu sinni, á Selfossi og á Hólum í Hjaltadal. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að fara inn á heimasíðu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, www.rml.is en þar er má finna í valmyndinni á forsíðunni „skrá á kynbótasýningu“. Á sömu heimasíðu undir búfjárrækt/hrossarækt/kynbótasýningar má finna leiðbeiningar um rafræna skráningu á kynbótasýningu.
Lesa meira

Yfirlitssýning seinni viku á Gaddstaðaflötum

Yfirlitssýning kynbótahrossa í seinni viku á Gaddstaðaflötum við Hellu hefst stundvíslega kl. 8:00 föstudaginn 10. júní. Dagskrá dagsins er eftirfarandi:
Lesa meira

Yfirlitssýning seinni viku í Spretti

Yfirlitssýning kynbótahrossa í seinni viku í Spretti í Kópavogi hefst stundvíslega kl. 8:00 föstudaginn 10. júní. Dagskrá dagsins er eftirfarandi:
Lesa meira

Yfirlit seinni viku á Gaddstaðaflötum

Yfirlit seinni viku á Gaddstaðaflötum fer fram föstudaginn 10. júní og hefst stundvíslega kl. 8.00. Hefðbundin röð flokka, þ.e. byrjað á elstu hryssum og endað á elstu stóðhestum.
Lesa meira