Upplýsingar varðandi landsmótsskrá

Á heimasíðunni www. worldfengur.com má finna lista yfir þau kynbótahross sem búin eru að vinna sér þátttökurétt á Landsmót hverju sinni. Endanlegur listi lítur ekki dagsins ljós fyrr en eftir 10. júní þegar vordómum lýkur. Ekki þarf að skrá sig inn í WorldFeng til að sjá þennan lista heldur má opna hann með því að smella á „Sýningarskrá fyrir Landsmót 2016“ (sjá skjámynd hér að neðan).

 


Eins og þegar hefur verið kynnt ákvað fagráð í hrossarækt að hverfa frá einkunnalágmörkum sem hafa ákvarðað þátttökurétt kynbótahrossa á undanförnum mótum. Þess í stað verður ákveðinn fjöldi efstu hrossa sem vinnur sér þátttökurétt en miðað er við að 165 kynbótahross verði á mótinu.

 

Sjá nánar:

Fjöldi í hverjum flokki 

hes/okg