Hrossarækt fréttir

Yfirlitssýning í Spretti 25. maí

Yfirlitssýning vorsýningar í Spretti fer fram föstudaginn 25. maí og hefst stundvíslega kl. 8:00. Röðun hrossa/knapa í holl sem og röð flokka má nálgast hér fyrir neðan. Áætluð lok yfirlitssýningar eru um kl. 15:30-16:00.
Lesa meira

Síðasti skráningardagur á kynbótasýningar vorsins er 25. maí

Síðasti skráningardagur á kynbótasýningar vorsins er föstudagurinn 25. maí en hægt er að skrá til miðnættis svo lengi sem einhver pláss eru eftir. Um leið og sýning fyllist lokast á skráningu. Enn eru laus pláss á eftirtöldum sýningum: Síðasti skráningardagur á kynbótasýningar vorsins er föstudagurinn 25. maí en hægt er að skrá til miðnættis svo lengi sem einhver pláss eru eftir. Um leið og sýning fyllist lokast á skráningu. Enn eru laus pláss á eftirtöldum sýningum:
Lesa meira

Kynbótasýning áætluð á Akureyri í lok maí, fellur niður.

Kynbótasýningu sem vera átti á Akureyri í lok maí, hefur verið aflýst vegna ónógra skráninga.
Lesa meira

Röðun hrossa á kynbótasýningu á Selfossi dagana 28.-31. maí

Kynbótasýning verður á Brávöllum á Selfossi dagana 28.-31. maí. Dómar hefjast stundvíslega kl. 8:00 mánudaginn 28. maí. Yfirlitssýning verður föstudaginn 1. júní. Alls eru 129 hross skráð á sýninguna. Búið er að birta hollaröðun hér á vefnum og má nálgast hana með því að smella á tengilinn hér neðar.
Lesa meira

Röðun hrossa á kynbótasýningu á Stekkhólma dagana 28. til 29. maí

Kynbótasýning verður á Stekkhólma dagana 28.-29. maí. Dómar hefjast stundvíslega kl. 10:00 mánudaginn 28. maí. Yfirlitssýning hefst kl. 9:00 þriðjudaginn 29. maí. Alls eru 21 hross skráð á sýninguna. Búið er að birta hollaröðun hér á vefnum og má nálgast hana með því að smella á tengilinn hér að neðan.
Lesa meira

Landsmót og kynbótasýningar 2018

Hérna verður farið yfir atriði sem snúa að kynbótahrossum á Landsmóti 2018 og einnig nýjum áhersluatriðum í dómum í ár sem gott er að minna á. Hvað varðar kynbótahross á Landsmóti 2018 eru nokkur atriði sem þarf að koma á framfæri. Ákveðinn fjöldi efstu hrossa vinnur sér þátttökurétt á mótinu og miðað er við að hafa 170 kynbótahross á mótinu.
Lesa meira

Síðasti skráningardagur á kynbótasýningar á Akureyri og Stekkhólma

Kynbótasýning fer fram á Stekkhólma dagana 28. til 29. maí og á Akureyri dagana 30. maí til 1. júní, verði þátttaka næg. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að skrá hross til sýningar hér á heimasíðu RML í gegnum flýtihnapp á forsíðunni. Rétt er að árétta að einungis er hægt að greiða með debet- eða kreditkortum, ekki er lengur hægt að greiða með millifærslu.
Lesa meira

Röðun hrossa á kynbótasýningu í Spretti dagana 22.-25. maí

Kynbótasýning verður í Spretti í Kópavogi dagana 22.-25. maí. Dómar hefjast stundvíslega kl. 8:00 þriðjudaginn 22. júní. Yfirlitssýning verður föstudaginn 25. maí. Alls eru 99 hross skráð á sýninguna. Búið er að birta hollaröðun hér á vefnum og má nálgast hana með því að smella á tengilinn hér neðar eða í gegnum hnappinn "Röð hrossa á kynbótasýningum" hér á heimasíðunni.
Lesa meira