Hrossarækt fréttir

Síðsumarssýningar - loka skráningadagur er 9. ágúst

Opnað verður á skráningar á síðsumarssýningar þann 15. júlí næst komandi. Sýningarnar verða vikuna 19. til 23. ágúst á þremur stöðum, Selfossi, Akureyri og Borgarnesi, ef þátttaka verður næg. Sýning verður ekki haldin nema lágmarks fjöldi skráninga náist sem eru 30 hross. Síðasti skráningar- og greiðsludagur er á miðnætti föstudaginn 9. ágúst. RML áskilur sér fullan rétt til að fækka dögum á sýningum ef skráningar eru færri en búist er við.
Lesa meira

Miðsumarssýning á Hólum í Hjaltadal 22.-26.júlí - framlengdur skráningarfrestur

Skráningarfrestur á miðsumarssýninguna á Hólum hefur verið framlengdur til föstudagsins 12. júlí. Hægt er að skrá á sýninguna með því að smella á hnappinn á heimasíðunni okkar "Skrá á kynbótasýningu".
Lesa meira

Fjórðungsmót Austurlands á Fornustekkum 2019- Röð hrossa í dóm

Þá styttist í Fjórðungsmót Austurlands á Fornustekkum í Hornafirði. Til leiks eru skráð 33 kynbótahross. Dómar á kynbótahrossum mótsins fara fram á fimmtudeginum 11. júlí og hefjast klukkan 12:00 á hryssum í flokki 7 vetra og eldri.
Lesa meira