Hrossarækt fréttir

Skýrsluhaldsskil og skráning á fyljun

Til upprifjunar er rétt að minna á að haustið 2016 voru tekin upp árleg skil á skýrsluhaldi í hrossarækt í gegnum heimarétt WorldFengs. Þessi skil eiga að fara fram fyrir 20. nóvember ár hvert en hefur að þessu sinni verið frestað til 1. desember nk. Hér verður rifja upp það helsta.
Lesa meira

Heiðursverðlaunahryssur 2017 – Nýtt kynbótamat

Hið alþjóðlega kynbótamat fyrir íslensk hross var reiknað og uppfært nú í lok september. Hvað afkvæmahryssurnar varðar kom í ljós að fimm hryssur hljóta heiðursverðlaun fyrir afkvæmi í ár en lágmörk til þeirra verðlauna eru að að minnsta kosti fimm dæmd afkvæmi og 116 stig í kynbótamati aðaleinkunnar.
Lesa meira

Ellefu aðilar/bú tilnefnd sem ræktunarmaður árins 2017

Fagráð í hrossarækt hefur valið þau bú eða aðila sem tilnefndir eru til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands, ræktunarmaður ársins. Valið stóð á milli 62 búa eða aðila sem náð höfðu athyglisverðum árangri á árinu. Til að afmarka val ræktunarbúa eru fyrst tilgreind öll hrossaræktarbú eða aðilar sem sýnt hafa fjögur eða fleiri hross í fullnaðardómi á árinu.
Lesa meira

Yfirlitssýning á Selfossi 25. ágúst

Yfirlitssýning kynbótahrossa á Brávöllum á Selfossi verður föstudaginn 25. ágúst og hefst kl. 9.00 með sýningu 7 vetra og eldri hryssna sem sýndar verða í 11 hollum. Að lokinni sýningu þeirra verða sýndar 6 vetra hryssur og að lokinni sýningu 5 holla eða samtals 16 verður tekið klukkutíma hádegishlé. Að hádegishléi afstöðnu verður sýning 6 vetra hryssna kláruð og næstar í röð verða svo 5 vetra hryssur og þá 4 vetra.
Lesa meira

Hollaröð á yfirlitssýningu á Dalvík 25.ágúst

Hér má sjá hollaröðun á yfirliti á Dalvík 25. ágúst. Sýningin hefst kl. 09:00
Lesa meira

Síðsumarssýning kynbótahrossa Dalvík - hollaröð

Síðsumarssýning kynbótahrossa Hringsholti við Dalvík - hollaröðun
Lesa meira

Síðsumarssýning kynbótahrossa Borgarnesi - hollaröð

Síðsumarssýning kynbótahrossa fer fram í Borgarnesi dagana 23. og 24. ágúst n.k. Hér má sjá hollaröðun.
Lesa meira

Röðun hrossa á kynbótasýningu á Selfossi 22.-24. ágúst

Kynbótasýning verður á Selfossi dagana 22. til 25. ágúst. Dómar hefjast stundvíslega kl. 8:00 þriðjudaginn 22. ágúst. Yfirlitssýning verður föstudaginn 25. ágúst og hefst hún kl. 9:00. Alls eru 102 hross skráð á sýninguna.
Lesa meira

Skráningarfrestur framlengdur

Skráningarfrestur á síðsumarssýningar á Selfossi, í Borgarnesi og á Dalvík hefur verið framlengdur til miðnættis mánudaginn 14. ágúst. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að fara inn á heimasíðu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins www.rml.is en þar er valmynd á forsíðunni „skrá á kynbótasýningu“.
Lesa meira

Lokaskráningardagur á síðsumarssýningar er 11. ágúst

RML minnir á að boðið verður upp á þrjár kynbótasýningar vikuna 21. til 25. ágúst. Sýningar verða á Selfossi, Dalvík og í Borgarnesi ef næg þátttaka næst. Síðasti skráningar- og greiðsludagur er á miðnætti föstudaginn 11. ágúst.
Lesa meira