Röðun hrossa á kynbótasýningum vikuna 15.-19. júní.

Kynbótasýningar verða á fjórum stöðum vikuna 15. til 19. júní, á Gaddstaðaflötum, Hólum, Sörlastöðum og í Víðidal. Búið er að birta hollaröðun hér á vefnum og má nálgast hana með því að smella á tengil hér að neðan.

Sýningarnar á Gaddstaðaflötum, Sörlastöðum og á Hólum standa alla vikuna en þar eru samtals skráð 299 hross. Dómar hefjast á mánudegi 15. júní og lýkur með yfirlitssýningu á föstudegi 19. júní. Í Víðidal eru skráð 57 hross og hefst sýningin á mánudegi og lýkur með yfirlitssýningu á fimmtudeginum 18 júní. Gert verður hlé á dómum 17. júní.

Dómar hefjast stundvíslega kl. 8:00 á öllum sýningunum, þannig að fyrsta hross þarf að vera mætt í mælingu rétt fyrir kl. 8:00. Við biðjum eigendur og sýnendur vinsamlegast um að mæta tímalega, þannig að dómstörf gangi sem greiðast fyrir sig og tímasetningar haldist.

Sjá nánar
Röðun hrossa á kynbótasýningum

hes/okg