Hrossarækt fréttir

Miðsumarssýning Gaddstaðaflötum 29. júlí - 1. ágúst Hollaröð

Röðun fyrir þriðju og síðustu viku miðsumarssýningar sem verður á Gaddstaðaflötum er tilbúin. Dómar hefjast stundvíslega kl. 08:00 mánudaginn 29. júlí og yfirlitssýning fer fram fimmtudaginn 1. ágúst. Alls eru 96 hross skráð á sýninguna þessa viku. Búið er að birta hollaröðun hér á vefnum og má nálgast hana með því að smella á tengil hér neðar eða tengil á forsíðunni Röðun hrossa. Við biðjum eigendur og sýnendur að mæta tímanlega með hrossin til dóms svo að dómstörf gengi sem greiðast fyrir sig og tímasetningar haldist sem best.
Lesa meira

Síðsumarssýningar - loka skráningadagur er 9. ágúst

Opnað verður á skráningar á síðsumarssýningar þann 15. júlí næst komandi. Sýningarnar verða vikuna 19. til 23. ágúst á þremur stöðum, Selfossi, Akureyri og Borgarnesi, ef þátttaka verður næg. Sýning verður ekki haldin nema lágmarks fjöldi skráninga náist sem eru 30 hross. Síðasti skráningar- og greiðsludagur er á miðnætti föstudaginn 9. ágúst. RML áskilur sér fullan rétt til að fækka dögum á sýningum ef skráningar eru færri en búist er við.
Lesa meira

Miðsumarssýning á Hólum í Hjaltadal 22.-26.júlí - framlengdur skráningarfrestur

Skráningarfrestur á miðsumarssýninguna á Hólum hefur verið framlengdur til föstudagsins 12. júlí. Hægt er að skrá á sýninguna með því að smella á hnappinn á heimasíðunni okkar "Skrá á kynbótasýningu".
Lesa meira

Fjórðungsmót Austurlands á Fornustekkum 2019- Röð hrossa í dóm

Þá styttist í Fjórðungsmót Austurlands á Fornustekkum í Hornafirði. Til leiks eru skráð 33 kynbótahross. Dómar á kynbótahrossum mótsins fara fram á fimmtudeginum 11. júlí og hefjast klukkan 12:00 á hryssum í flokki 7 vetra og eldri.
Lesa meira