Fjórðungsmót Vesturlands í Borgarnesi

Nú styttist í að Fjórðungsmót Vesturlands í Borgarnesi hefjist og hefur undirbúningur á kynbótahrossum gengið vel. Vel var mætt á kynbótasýningar vorsins og komu mörg frábær hross til dóms. Alls hafa 68 hross staðfest komu sína á Fjórðungsmót og verður gaman að fylgjast með þeim.

Samkvæmt dagskrá munu dómar á kynbótahrossum fara fram 7. og 8. júlí og yfirlitssýning föstudaginn 9. júlí ásamt verðlaunaafhendingu.
Skráningagjald verður innheimt, sem nemur 19.500kr m vsk.

Sjá nánar: 
Sýningaskrá

/okg