Vegna bilunar í skráningarkerfi fyrir kynbótasýningar – enn er unnið að viðgerð

Áætlað er að opna fyrir skráningar þriðjudaginn 10. maí en einnig er verið að kanna möguleika á að stækka þær sýningar sem ljóst er að aðsókn verður mikil í. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta hefur valdið viðskiptavinum okkar.
Nánari upplýsingar verða birtar á heimasíðu okkar á mánudagsmorgun.

Við bendum jafnframt á netfangið rml@rml.is þar sem senda má okkur tölvupóst og við svörum eins fljótt og kostur er.

 

/HH