Hrossarækt fréttir

Vegna bilunar í skráningarkerfi fyrir kynbótasýningar – enn er unnið að viðgerð

Áætlað er að opna fyrir skráningar þriðjudaginn 10. maí en einnig er verið að kanna möguleika á að stækka þær sýningar sem ljóst er að aðsókn verður mikil í. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta hefur valdið viðskiptavinum okkar. Nánari upplýsingar verða birtar á heimasíðu okkar á mánudagsmorgun.
Lesa meira

Myndband sem sýnir kröfur til hæstu einkunna

Kynbótadómaranefnd FEIF hefur gefið út myndband sem sýnir hvaða kröfur eru gerðar til hæstu einkunna mismunandi eiginleika sem sýndir eru í kynbótadómi. Tilgangur myndbandsins er að skýra út hvað farið er fram á fyrir hæstu einkunni í kynbótadómi.
Lesa meira

Bilun í skráningarkerfi fyrir kynbótasýningar - unnið að viðgerð

Búið er að loka fyrir allar skráningar á kynbótasýningar vegna bilunar í pöntunarkerfi. Unnið er að viðgerð. Kerfinu hefur verið lokað og við getum í fyrsta lagi opnað það mánudaginn 9. maí n.k. Við biðjum fólk að sýna biðlund og RML biðst innilegrar afsökunar á þessum tæknilegu vandamálum. Frekari upplýsinga er að vænta á morgun, föstudag 6. maí.
Lesa meira

Opnað verður á skráningar á kynbótasýningar vorsins 3. maí.

Opnað verður á skráningar á kynbótasýningar þriðjudaginn 3. maí kl. 10:00. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum heimasíðu RML en hér á forsíðunni er flýtihnappur sem skráð er í gegnum. Á forsíðu WorldFengs er einnig hægt að skrá hross til sýningar. Nánari leiðbeiningar varðandi skráningar er að finna á heimasíðu RML.
Lesa meira

Skýrsluhald - hrossarækt

Rétt er að minna á að nýtt skýrsluhaldsár í hrossarækt hefst 1. apríl ár hvert í WorldFeng. Eftir þann tíma er ekki hægt að skrá það sem tilheyrir síðastliðnu ári inni í heimaréttinni. Ræktendur er hvattir til að skoða heimaréttina sína og athuga hvort allt sé frágengið fyrir árið 2021. Er búið að skrá folöldin, fang, geldingar og afdrif?
Lesa meira

Kynbætur búfjár og kynbótamat - Viðtal við Þórdísi þórarinsdóttur

Nýverið mætti starfsmaður RML, Þórdís Þórarinsdóttir, í viðtal í þáttinn Samfélagið á Rás 1. Þar fræddi Þórdís Þórhildi Ólafsdóttur og hlustendur um kynbætur og kynbótamat. Stiklað var á stóru um þetta víðfema umræðuefni og var meðal annars komið inn á: - Hvað eru kynbætur og hvernig hefur mannkynið nýtt sér þær? - Hvað er kynbótamat og hvernig er það framkvæmt? - Hafa kynbætur neikvæðar afleiðingar í för með sér? - Kynbætur íslensku bústofnanna. Viðtalið byrjar á mínútu 16.12.
Lesa meira

Upptökur og streymi af kynbótasýningum RML

Undirritaður hefur verið samstarfssamningur á milli Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) og ALENDIS um streymi og upptökur frá kynbótasýningum sumarið 2022 og möguleika á framlengingu fyrir sumarið 2023. Allar kynbótasýningar vor/sumar 2022 verða því aðgengilegar í vefsíðu/appi Alendis. RML mun fá afhentar niðurklipptar sýningar.
Lesa meira

Uppfært kynbótamat í WorldFeng

Kynbótamat hrossa (BLUP) er eitt af þeim verkfærum sem hrossaræktendur hafa aðgang að við val á hrossum til undaneldis. Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta verkfæri sem dregur saman allar tiltækar tölulegar upplýsingar frá kynbótadómum allra hrossa í stofninum í heildarniðurstöðu um gildi hrossa til framræktunar. Gildið ræðst af röðun hrossa út frá því hversu mikils er að vænta að þau geti lagt af mörkum í ræktunarstarfinu.
Lesa meira

Örmerkingar - munið að skila inn fyrir 1. mars

Rétt er að minna á að fyrir 10 mánaða aldur eiga öll folöld að vera grunnskráð og einstaklingsmerkt. Þeir sem enn eiga ómerkt folöld ættu að huga að því að láta merkja þau við fyrsta tækifæri. Ekki er innheimt gjald fyrir grunnskráningu á folöldum til 1. mars en eftir þann tíma kostar grunnskráningin 2.500 kr. Pappírar varðandi einstaklingsmerkingar á folöldum þurfa því að berast fyrir 1. mars nk. á skrifstofur RML. Merkingaraðilar ættu því að kanna hvort enn leynast blöð í örmerkjabókunum sem eftir er að skila inn til skráningar.
Lesa meira

Þjónustukönnun RML á Bændatorgi

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins leggur mikinn metnað í að veita bændum um allt land góða þjónustu og við leitum stöðugt leiða til að bæta ráðgjöf okkar enn frekar. Því hvetjum við bændur til að taka þátt í þjónustukönnun okkar sem er aðgengileg inni á Bændatorginu undir fréttum. Könnunin er stutt og ætti ekki að taka nema 3 til 4 mínútur að svara henni og niðurstöður er ekki hægt að rekja til einstakra svarenda. Það er okkur mjög mikils virði að fá sem flest svör til þess að við getum haldið áfram að efla og bæta ráðgjöf og þjónustu við bændur.
Lesa meira