Sauðfjárrækt fréttir

Niðurstöður afkvæmarannsókna í sauðfjárrækt

Niðurstöður úr öllum afkvæmarannsóknum frá framleiðsluárinu 2020 eru nú aðgengilegar hér á vefnum. Að vanda er fjallað um niðurstöður hverrar afkvæmarannsóknar og vakin athygli á efstu hrútum. Þarna má því finna umfjöllun um 77 afkvæmarannsóknir á vegum bænda og 8 rannsóknir þar sem sæðingastöðvahrútar voru prófaðir. Helstu niðurstöður fyrir þá hrúta sem valdir voru á stöðvarnar í haust úr afkvæmarannsóknum hafa verið birtar í Hrútaskránni en hér má m.a. fræðast um keppinauta þeirra.
Lesa meira

Villa í haustuppgjöri Fjárvís

Á næstu dögum munu notendur Fjárvís verða varir við breytingar í haustuppgjörum sínum þar sem öll haustuppgjör frá árinu 2015 verða endurreiknuð. Ástæðan er villa í kóðanum sem reiknar uppgjörið.
Lesa meira

Námskeið – gæðastýring í sauðfjárrækt

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið stendur fyrir námskeiði fyrir nýja þátttakendur í gæðastýrðri sauðfjárframleiðslu. Námskeiðið er rafrænt og fer fram fimmtudaginn 14. janúar. Skráning fer fram á afurd.is (AFURÐ – greiðslukerfi landbúnaðarins) og þar undir umsóknir – sauðfjárrækt – Námskeið gæðastýring. Á námskeiðinu er m.a. farið yfir reglugerð um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu (nr. 511/2018), farið í grundvallaratriði varðandi sauðfjárbúskap og skýrsluhald og fjallað um landnýtingu og landbótaáætlanir.
Lesa meira

Þríeykið í Borgarnesi vinsælast

Sauðfjársæðingavertíðin gekk vel í nýliðnum desembermánuði. Veðurfar var hagstætt til flutninga á sæði út um landið en oft hefur ófærð sett strik í reikninginn. Þá fékk hrútakosturinn góðar viðtökur og jukust sæðingar talsvert á milli ára. Útsendir skammtar frá sæðingastöðvunum voru samanlagt 37.297 talsins og fjölgar þeim milli ára um 6.044 skammta. Heldur fleiri skammtar voru sendir út frá Borgarnesi en frá Þorleifskoti þetta árið. Frá Borgarnesi voru sendir út 19.097 skammtar en Þorleifskot 18.200.
Lesa meira

Loftslagsvænn landbúnaður - Auglýst eftir þátttakendum

Loftslagsvænn landbúnaður er hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Markmið verkefnisins er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka kolefnisbindingu. Auglýst er eftir fimmtán þátttakendum, til allt að fimm ára, sem eru í gæðastýrðri sauðfjárrækt og hafa áhuga á að gera loftslagsvæna aðgerðaáætlun fyrir búreksturinn og taka virkan þátt í vegferð landbúnaðarins að loftslagsvænum lausnum.
Lesa meira

Hrútakosturinn kynntur á netinu

Þar sem ekki hefur verið hægt að halda hrútafundi með hefðbundnum hætti og fylgja þannig eftir útgáfu hrútaskrár þá er nú í boði kynning á netinu.  Hrútarnir eru kynntir líkt og tíðkast hefur á hrútafundum og gæðum þeirra lýst af ráðunautum RML.  Upptakan býður upp á það að hægt sé að hoppa með einföldum hætti á milli hrúta eða velja úr lista þá hrúta sem menn hafa mestan áhuga á að kynna sér.  Hrútaskráin er komin úr prentun.  Henni verður síðan dreift með mismunandi hætti eftir búnaðarsambandssvæðum.
Lesa meira

Skoðun hrútlamba undan sæðingastöðvahrútum 2020

Vinna við hrútaskrá 2020-2021 stendur nú yfir og stefnt er á útgáfu hennar um miðjan nóvember. Við gerð hennar eru unnin ýmis yfirlit og uppgjöri á dómum hrútlamba undan sæðishrútum í haust er lokið. Það fylgir með þessari frétt.
Lesa meira

Arfgerðargreiningar gagnvart mótstöðu við riðu í sauðfé

Um allangt skeið hefur verið hægt að arfgerðagreina kindur til að athuga hversu mikla mótstöðu þær hafa gagnvart riðuveiki. Þannig hafa allir hrútar sem notaðir hafa verið til sæðinga í meira en 20 ár verið greindir. Þá hefur ákveðinn hópur bænda látið greina sína ásetningshrúta árlega. Með þessum hætti geta bændur unnið að því í gegnum kynbætur að minnka tíðini áhættuarfgerðarinnar og auka tíðni lítið næmu arfgerðarinnar í sínum stofni og efla þannig varnir gegn riðuveiki.
Lesa meira

Afkvæmarannsóknir á heimahrútum– styrkhæfar afkvæmaprófanir

Líkt og undanfarin ár þá standa bændum til boða styrkir til framkvæmda á afkvæmarannsóknum á hrútum. Til upprifjunar eru hér reglur fagráðs í sauðfjárrækt um styrkhæfar afkvæmarannsóknir: Að 5 hrútar séu að lágmarki í samanburði og þar af a.m.k. 4 veturgamlir hrútar (fæddir 2019), en styrkurinn er eingöngu greiddur út á veturgamla hrúta. Enda er markmiðið að fá bændur til að meta gæði veturgömlu hrútana sem lambafeður útfrá skiplagðri notkun á þeim.
Lesa meira

Skráning dóma í Fjárvís

Nú er lambadómum víðast hvar lokið þetta haustið. Í flestum tilfellum skila dómarnir sér inn í Fjárvís í kjölfar skoðunar. Það eru þó undantekningar á því. Hefur sú vinnuregla tíðkast síðustu ár að bóndinn hafi viku til að skrá dómana inn í kerfið frá því að lambaskoðunin fór fram en eftir þann tíma áskilur RML sér rétt til að skrá dómana inn á kostnað bóndans.
Lesa meira