Sauðfjárrækt fréttir

BLUP kynbótamat fyrir frjósemi uppfært

Búið er að uppfæra kynbótamat fyrir frjósemi hjá sauðfé, en gögn frá vorinu 2020 sem búið var að skrá í gagnagrunninn 27. ágúst sl. eru með í útreikning. Uppfært mat er nú aðgengilegt inná skýrsluhaldsgrunninum Fjárvís. Tekinn var saman listi yfir meðalfrjósemi dætra sæðishrúta vorið 2020 sem eiga dætur á fyrsta til fjórða vetri, þ.e. ær fæddar 2016-2019.
Lesa meira

Leiðbeiningar um hauststörfin vegna Covid 19

Heimsóknir til bænda á vegum RML vegna hauststarfa 2020 verða með breyttu sniði vegna Covid 19. Sóttvarnarteymi RML hefur gefið út leiðbeiningar til starfsmanna og verktaka vegna hauststarfa. Byggja þær leiðbeiningar á tilmælum yfirvalda og sóttvarnarlæknis sem eru aðgengilegar á síðunni covid.is.
Lesa meira

Afkomuvöktun sauðfjárbúa

Undanfarin tvö ár hefur RML unnið að söfnun og úrvinnslu rekstrargagna frá sauðfjárbúum. Með góðu liðsinni fagráðs í sauðfjárrækt og Framleiðnisjóðs landbúnaðarins höfum við fengið tækifæri til að halda þessu verkefni áfram og bjóðum sauðfjárbændum enn og aftur að ganga til liðs við okkur í þessu mikilvæga verkefni. Ávinningurinn af verkefninu er margvíslegur en fyrst og fremst er þetta eini gagnagrunnurinn sem gefur raunverulega mynd af afkomu sauðfjárbænda og jafnframt eini gagnagrunnurinn sem gefur bændum færi á að sjá hvernig þeir standa rekstrarlega í samanburði við aðra starfsfélaga sína. Verkefnið er bændum að kostnaðarlausu og framlag fagráðs gefur okkur færi á að borga þátttakendum fyrir gögnin sem við fáum til úrvinnslu.
Lesa meira

Netfundir hjá RML

Á meðan í gildi eru tilskipanir frá yfirvöldum um takmarkanir á mannamótum þarf að hugsa annað form á samskiptum manna. Á meðan þessum takmörkunum stendur mun RML nota í meira mæli netlausnir í samskiptum og fundarhöldum til að mæta þörfum viðskiptavina sinna.
Lesa meira

Samningur undirritaður um Loftslagsvænan landbúnað

Umhverfis og auðlindaráðuneytið boðaði í gær til morgunverðarfundar fyrir fulltrúa Búnaðarþings þar sem fulltrúar RML kynntu tvö verkefni sem eru í gangi og studd af ráðuneytinu.
Lesa meira