Sauðfjárrækt fréttir

Auglýst eftir þátttakendum í rekstrarverkefni sauðfjárbænda

Um er að ræða framhald á verkefninu „Afkomuvöktun sauðfjárbúa“ sem fór af stað veturinn 2016-2017. Þá tóku 44 sauðfjárbú þátt fyrir rekstrarárin 2014 og 2015 en þátttökubúum hefur fjölgað og skiluð 100 sauðfjárbú inn gögnum fyrir rekstrarárið 2019. Á árinu 2019 svaraði framleiðsla þessara búa til 13,8% af innlögðu dilkakjöti það ár. Þátttökubúin fengu ítarlega greiningu á sínum rekstri þar sem þau gátu borið sinn rekstur saman við önnur bú í verkefninu. Sú greining gaf bændum möguleika á að greina styrkleika og veikleika í sínum rekstri og setja sér markmið um bætta rekstrarafkomu.
Lesa meira

BLUP kynbótamat fyrir frjósemi uppfært

Búið er að uppfæra kynbótamat fyrir frjósemi hjá sauðfé, en gögn frá vorinu 2021 eru með í útreikning. Uppfært mat er nú aðgengilegt inná skýrsluhaldsgrunninum Fjárvís.
Lesa meira

„Sumri hallar, hausta fer“

Gróður er enn í fullum sumarskrúða en það styttist samt í göngur, réttir og önnur hauststörf. Sláturhúsin eru eflaust farin að kalla eftir sláturfjárloforðum og tímasetning á fjárragi farin að skýrast hjá mörgum bændum. Við viljum minna bændur á að panta lambadóma hjá okkur fyrr en seinna svo skipuleggja megi þessa vinnutörn með sem hagkvæmustum hætti fyrir alla. Eins og áður hefur komið fram njóta pantanir sem berast fyrir 16. ágúst forgangs hvað varðar óskatímasetningu hjá hverjum og einum.
Lesa meira

DNA sýnataka samhliða sauðfjárdómum

Pöntunarformið fyrir lambaskoðanir býður nú upp á, að samhliða sauðfjárdómunum er hægt að panta DNA sýnatöku. Þessi sýni verða send til greiningar hjá Matís. Fyrst og fremst er hér verið að horfa til arfgerðagreininga m.t.t. mótstöðu gegn riðuveiki. Gert er ráð fyrir að fyrsta sending af sýnum fari í greiningu í lok september. Niðurstöður þeirra sýna ættu að liggja fyrir um miðjan október þannig að nýta megi upplýsingarnar við ásetningsvalið.
Lesa meira

Lambadómar - haustið 2021

Móttaka á pöntunum á lambadómum er nú hafin. Best er að bændur panti sjálfir í gegnum heimasíðu RML (sjá tengil á forsíðu) en einnig er hægt að hringja í 516-5000 og láta taka pöntunina niður. Eindregið er óskað eftir því að bændur panti fyrir 16. ágúst svo skipuleggja megi þessa vinnu með sem hagkvæmustum hætti.
Lesa meira

Samningur um verkefnið "Betri gögn, bætt afkoma"

Þann 11. júní var undirritaður samningur um verkefnið „Betri gögn, bætt afkoma“ milli Atvinnuvega- og nýskpöpunarráðuneytis, Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) og Landssamtaka sauðfjárbænda. Verkefnið er liður í aðgerðaráætlun til eflingar íslensks landbúnaðar sem ráðherra kynnti í febrúar 2021 og er þungamiðja aðgerðar um sértæka vinnu vegna sauðfjárræktarinnar. 
Lesa meira

Nýir hrútar bætast í hóp sæðingastöðvahrúta

Nú í vor, voru valdir 9 nýir hrútar fyrir sæðingastöðvarnar. Hér er aðallega verið að horfa til hrúta sem eru komnir með talsverða reynslu og flestir þeirra farnir að sanna sig eitthvað sem ærfeður. Í þessum hópi eiga því að vera mjög spennandi alhliða kynbótahrútar. Fleiri hrútar verða síðan valdir í haust þegar niðurstöður afkvæmarannsókna liggja fyrir.
Lesa meira

Á garðabandinu – fræðslufundur fyrir sauðfjárbændur

Miðvikudaginn 21. apríl (síðasta vetrardag) verður boðið til fræðslufundar á Teams um eitt og annað sem tengist sauðburði. Fundurinn hefst kl 13:30. Árni B. Bragason mun fara yfir niðurstöður könnunar sem um 300 sauðfjárbú tóku þátt í nú í mars og hefur vinnuheitið, Fleiri lömb til nytja. Sigríður Ólafsdóttir kynnir hugmyndir að verkferlum á sauðburði fyrir einstök bú. Í framhaldinu er ætlunin að bjóða bændum aðstoð við gerð verkferla á sauðburði, sem byggja á forsendum hvers og eins.
Lesa meira

Afkomuvöktun sauðfjárbúa 2017-2019

Helstu niðurstöður úr verkefninu „Afkomuvöktun sauðfjárbúa“ fyrir árin 2017-2019 liggja nú fyrir og hafa allir þátttakendur fengið senda skýrslu með niðurstöðum fyrir sitt bú. Komin er út skýrsla um rekstur og afkomu íslenskra kúabúa fyrir árin 2017-2019.
Lesa meira

Sauðfjárrækt - Kynbótamat fyrir mjólkurlagni hefur verið uppfært

Kynbótamat í sauðfjárræktinni hefur verið uppreiknað fyrir mjólkurlagni og fært inn í Fjárvís.is. Mjólkurlagnismatið breytist nokkuð þar sem það uppfærist nú m.t.t. afurðagagna síðasta árs. Ef horft er til sæðingastöðvahrútanna þá er það Dólgur 14-836 frá Víðikeri sem stendur efstur stöðvahrúta fyrir mjólkurlagni en hann hækkar um 1 stig í þessum útreikningum.
Lesa meira