Sauðfjárrækt fréttir

Síðasti skiladagur umsókna um fjárfestingarstuðning í sauðfjárrækt er 15. mars

RML minnir sauðfjárbændur á að opnað hefur verið fyrir umsóknir um fjárfestingastuðning í sauðfjárrækt í samræmi við reglugerð um stuðning við sauðfjárrækt nr. 1253/2019, V. kafla. Umsóknum um fjárfestingastuðning vegna framkvæmda á árunum 2021-2022 skal skilað inn rafrænt á afurd.is eigi síðar en 15. mars. Markmið stuðningsins er að stuðla að bættum aðbúnaði sauðfjár og hagkvæmari búskaparháttum.
Lesa meira

Kynbætur búfjár og kynbótamat - Viðtal við Þórdísi þórarinsdóttur

Nýverið mætti starfsmaður RML, Þórdís Þórarinsdóttir, í viðtal í þáttinn Samfélagið á Rás 1. Þar fræddi Þórdís Þórhildi Ólafsdóttur og hlustendur um kynbætur og kynbótamat. Stiklað var á stóru um þetta víðfema umræðuefni og var meðal annars komið inn á: - Hvað eru kynbætur og hvernig hefur mannkynið nýtt sér þær? - Hvað er kynbótamat og hvernig er það framkvæmt? - Hafa kynbætur neikvæðar afleiðingar í för með sér? - Kynbætur íslensku bústofnanna. Viðtalið byrjar á mínútu 16.12.
Lesa meira

Þrjár „T137 kindur“ bætast í hópinn á Sveinsstöðum

Fundist hafa þrjár kindur til viðbótar á Sveinsstöðum í Austur-Húnavatnssýslu með arfgerðina T137 sem er talin mögulega verndandi arfgerð. Þar með er vitað um 9 lifandi gripi með þessa arfgerð hér á landi. Sex kindur eru á Sveinsstöðum og þrjár á bænum Straumi í Hróarstungu. Tvær af þessum Sveinsstaðakindum eru náskyldar þeim kindum sem áður voru greindar þar á bæ með arfgerðina.
Lesa meira

Rekstur sauðfjárbúa 2018-2020

Fimmtudaginn 24. febrúar nk. verður kynningarfundur um verkefni „Betri gögn – bætt afkoma“ sem unnið er í samstarfi RML, MAR og BÍ-deildar sauðfjárbænda. Á fundinum verður farið yfir helstu niðurstöður verkefnisins fyrir árin 2018 til 2020 ásamt nokkrum greiningum úr skýrsluhaldsgögnum sem snúa að bústjórnarlegum atriðum sauðfjárbúa.
Lesa meira

Þjónustukönnun RML á Bændatorgi

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins leggur mikinn metnað í að veita bændum um allt land góða þjónustu og við leitum stöðugt leiða til að bæta ráðgjöf okkar enn frekar. Því hvetjum við bændur til að taka þátt í þjónustukönnun okkar sem er aðgengileg inni á Bændatorginu undir fréttum. Könnunin er stutt og ætti ekki að taka nema 3 til 4 mínútur að svara henni og niðurstöður er ekki hægt að rekja til einstakra svarenda. Það er okkur mjög mikils virði að fá sem flest svör til þess að við getum haldið áfram að efla og bæta ráðgjöf og þjónustu við bændur.
Lesa meira

Hvaðan kemur ARR arfgerðin?

Í kjölfar þess að hin verndandi arfgerð príonpróteinsins (ARR) fannst í kindum á Þernunesi við Reyðarfjörð bárust böndin að Kambi í Reykhólasveit. Tengingin við Kamb er í gegnum kindina Njálu sem er frá Kambi og er formóðir allra sex gripanna sem báru ARR í Þernunesi og þar af móðir tveggja þeirra. Á Kambi voru tekin 45 sýni og var þar reynt að velja einstaklinga sem höfðu sem mestan skyldleika við Njálu.
Lesa meira

Líklega hefur enginn sæðingastöðvahrútur borið ARR arfgerð

Það er óhætt að segja að heimsmyndin hafi breyst við það að fundist hafi hér kindur sem bera hina svokölluðu ARR arfgerð príonpróteinsins eða með öðrum orðum að breytileikinn sem táknaður er sem R fannst í sæti 171. Búið var að leita markvist að þessari arfgerð fyrir aldamótin í rannsókn sem gerð var á Keldum. Í framhaldi af þessum rannsóknum er farið að skoða sæðingahrútana skipulega og þeir greindir og niðurstaðan birt m.a. í hrútaskrá. Á árunum 1999 til 2003 var þó aðeins leitað í sætum 136 og 154, þar sem áhættuarfgerðin og lítið næma arfgerðin finnst,
Lesa meira

1. febrúar nálgast – Ert þú búinn að panta arfgerðargreiningu fyrir þínar kindur?

Þeir sem hafa hug á því að vera með í átaksverkefninu – riðuarfgerðargreiningar 2022, þurfa að panta í síðasta lagi 1. febrúar til að eiga möguleika á því að fá úthlutaðar niðurgreiddar arfgerðargreiningar. Það er Þróunarsjóður sauðfjárræktarinnar sem styrkir þetta verkefni og gerir það mögulegt að hægt sé að bjóða hverja greiningu á 850 kr án vsk.
Lesa meira

Móttaka pantana hafin í átaksverkefnið Arfgerðargreiningar vegna riðu

Hér á heimasíðunni er búið að opna fyrir pantanir í átaksverkefni í arfgerðagreiningum á sauðfé. Hér á vefnum og í næsta Bændablaði verður haldið áfram að koma á framfæri upplýsingum um verkefnið sem gengur út á að skoða í 6 sæti á príongeninu (sæti: 136, 137, 138, 151, 154 og 171). Í þessum pistli er að finna leiðbeiningar um hvað menn ættu að hafa í huga þegar þátttaka er undirbúin og ákvörðun tekin um hvaða gripi eigi að taka sýni úr og úr hversu mörgum.
Lesa meira

Verndandi arfgerðin ARR fundin

Straumhvörf í sauðfjárrækt á Íslandi og baráttunni við riðuveiki – Fundin er hin klassíska verndandi arfgerð (ARR) gegn riðuveiki í sauðfé. Hin klassíska verndandi arfgerð gegn riðuveiki í sauðfé, ARR, hefur nú fundist í fyrsta sinn í íslenskri kind. Þetta er stórmerkur fundur, því hér er um að ræða arfgerð sem er alþjóðlega viðurkennd sem verndandi og unnið hefur verið með í löndum Evrópusambandsins við útrýmingu riðu með góðum árangri.
Lesa meira