Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Pöntunarformið fyrir lambaskoðanir býður nú upp á, að samhliða sauðfjárdómunum er hægt að panta DNA sýnatöku. Þessi sýni verða send til greiningar hjá Matís. Fyrst og fremst er hér verið að horfa til arfgerðagreininga m.t.t. mótstöðu gegn riðuveiki.
Gert er ráð fyrir að fyrsta sending af sýnum fari í greiningu í lok september. Niðurstöður þeirra sýna ættu að liggja fyrir um miðjan október þannig að nýta megi upplýsingarnar við ásetningsvalið. Miðað verður við að til þess að sýni nái inn í þessa sendingu þurfi að taka þau eigi síðar en 25. september. Niðurstöður fyrir sýni sem tekin verða eftir 25. sept. er ekki hægt að ábyrgjast að liggi fyrir áður en hefðbundinni sláturtíð líkur. Almennt verð á greiningu á vegum RML (riðuarfgerðagreining) er 5.500 kr (+ vsk.) pr. sýni. Hinsvegar ef næg þátttaka næst í septembersendinguna (heildarfjöldi sýna á vegum RML send í lok september) þá verður veittur 10% afsláttur vegna þeirra sýna og myndi þá greiningin kosta 4.950 kr. (+ vsk.). Kostnaður við sýnatöku yrði inn í tímagjaldi vegna sauðfjárskoðunarinnar.
Af hverju að taka sýni?
/okg