Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Um er að ræða framhald á verkefninu „Afkomuvöktun sauðfjárbúa“ sem fór af stað veturinn 2016-2017. Þá tóku 44 sauðfjárbú þátt fyrir rekstrarárin 2014 og 2015 en þátttökubúum hefur fjölgað og skiluð 100 sauðfjárbú inn gögnum fyrir rekstrarárið 2019. Á árinu 2019 svaraði framleiðsla þessara búa til 13,8% af innlögðu dilkakjöti það ár. Þátttökubúin fengu ítarlega greiningu á sínum rekstri þar sem þau gátu borið sinn rekstur saman við önnur bú í verkefninu. Sú greining gaf bændum möguleika á að greina styrkleika og veikleika í sínum rekstri og setja sér markmið um bætta rekstrarafkomu.
Niðurstaða greininga á rekstrargögnum þessara búa sýndi mikinn breytileika í ýmsum þáttum rekstrarins og undirstrikar mikilvægi bústjórnarlegra þátta þegar kemur að búrekstrinum. Greinargerð með niðurstöðum verkefnisins fyrir árin 2017-2019 er aðgengileg á heimasíðu RML þar sem helstu lykiltölur eru birtar.
Þeir sem hafa tekið þátt áður þurfa nú einungis að skila inn rekstrargögnum fyrir árið 2020 til okkar. Jafnframt bjóðum við nýja þátttakendur velkomna sem býðst þá að skila inn rekstrargögnum fyrir árin 2018-2020. Æskilegast er að fá lykluð gögn úr bókhaldsforritinu dkBúbót en einnig verður unnið úr landbúnaðarframtölum séu sundurliðuð gögn ekki til staðar. Fyllsta trúnaðar verður gætt og skilyrði persónuverndarlaga uppfyllt.
Gagnasöfnun er nú þegar hafin og má búast við því að greiningarskýrsla verði afhent hverju búi í kringum áramótin 2021/2022. Í byrjun júní sl. var gengið frá samkomulagi milli Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis, RML og Landsamtaka sauðfjárbænda um útvíkkun á verkefninu sem nú ber yfirskriftina „Betri gögn, bætt afkoma.“ Samkomulagið byggir á þeirri hugmyndafræði sem við höfum unnið eftir að viðbættri aukinni áherslu á þverfaglega ráðgjöf til þátttökubúa, þeim sem mest að kostnaðarlausu.
Með þessu samkomulagi er búið að tryggja fjármagn til þessa verkefnis árin 2021-2023 gegn því að við náum að bæta verulega í fjölda þátttökubúa, þ.e. fjórfalda þátttökuna og efla um leið ráðgjöf og fræðslu sem leiði til aukinnar hagræðingar og betri afkomu af sauðfjárrækt.
Við bjóðum öllum sauðfjárbændum sem eru með 200 vetrarfóðraðar ær eða fleiri að taka þátt í verkefninu. Þeir bændur sem hafa áhuga á að vera með í þessu verkefni eru hvattir til að hafa samband sem fyrst við einhvern af starfsmönnum verkefnisins:
María Svanþrúður Jónsdóttir s: 516-5036 eða msj@rml.is
Eyjólfur Ingvi Bjarnason s: 516-5013 eða eyjolfur@rml.is
Guðfinna Harpa Árnadóttir s: 516-5017 eða gha@rml.is
Kristján Óttar Eymundsson s: 516-5032 eða koe@rml.is
Runólfur Sigursveinsson s: 516-5039 eða rs@rml.is
Sigríður Ólafsdóttir s: 516-5041 eða so@rml.is
Afkomuvöktun sauðfjárræktar 2017-2019