Nú er tími áburðaráætlana

Undanfarna daga hafa áburðarsalar verið að kynna verð og framboð á áburði. Áburðarverð hefur lækkað umtalsvert frá því í fyrra, eða á milli 12 og 15%.

Þrátt fyrir verðlækkun eru áburðarkaup ennþá stærsti rekstrarkostnaðarliður sauðfjárbænda og næststærsti kostnaðarliður kúabænda á hverju ári og því mikilvægt að vanda vel til verka við val á tegundum og magni.

Áburðarráðgjöf er eitt helsta verkefni ráðunauta RML þessa dagana. Áburðaráætlanir eru unnar í Jörð.is og þá er m.a. stuðst við ræktunarsögu spildna, grunnfrjósemi, uppskeru og hey- og jarðvegsefnagreiningar.

Meðal þeirra verkfæra sem bændur og ráðunautar nota við samanburð á áburðartegundum er excel skjal sem RML uppfærir jafnóðum og breytingar verða á verðum og framboði.

Sjá nánar

Áburðaráætlanir 2016

Áburðarframboð 2016

bpb/okg