Karfan er tóm.
- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Fjárvís.is
- Huppa.is
- Worldfengur.com
- Jörð.is
- dkBúbót
- Heiðrún.is
- Aðstoð
- Innheimta, verðskrá og reglur
- Um okkur
Karfan er tóm.
Það hefur löngum verið talið mikilvægur þáttur í bústjórn að láta efnagreina jarðvegssýni af túnum á nokkurra ára fresti. Þannig geta bændur byggt betur undir ákvarðanir varðandi áburðarkaup og endurræktun túna.
Frá haustinu 2014 hefur RML tekið jarðvegssýni í 10 cm dýpt í stað 5 cm áður enda er það mat sérfræðinga að það sé áreiðanlegra til túlkunar. Til verksins notar RML sérsmíðaða jarðvegsbora til að tryggja að jarðvegssýnatakan og túlkun niðurstaðnanna sé sambærileg um allt land. Mikilvægt er að hafa í huga að óráðlegt er að taka sýni af túnum þar sem nýlega hefur verið borinn á búfjáráburður eða þar sem tún eru mikið beitt.
Jarðvegssýnataka fer alla jafna fram á svipuðum tíma ár hvert og hefst um miðjan september. Skipulagðar heimsóknir til bænda sem eru skráðir í Sprotann, ráðgjafarpakka í jarðrækt, munu hefjast um svipað leiti.
Mikilvægt er að þeir sem vilja láta taka hjá sér jarðvegssýni panti hana hjá RML sem fyrst til þess að hægt sé að skipuleggja verkefnið á sem hagkvæmastan hátt. Það er meðal annars hægt að gera rafrænt hér á heimasíðunni eða þá með því að hringja til okkar í síma 516-5000.
Samkvæmt gjaldskrá RML er komugjald kr. 5000 og síðan tímagjald við sýnatöku, þessu til viðbótar kemur síðan greiningarkostnaður Efnagreiningar ehf á Hvanneyri.
Samkvæmt verðskrá kostar greining á jarðvegssýni nú í haust kr. 6,600 kr. án vsk. Þessu til viðbótar kemur til einhver kostnaður vegna umsýslu og túlkunar.
Sjá nánar:
bpb/okg