Örmerkinganámskeið

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins áformar að halda örmerkinganámskeið í janúar 2020. Að námskeiði loknu geta þátttakendur sótt um leyfi til örmerkinga hrossa hjá MAST, á grundvelli laga um velferð dýra. Námskeiðin verða haldin á þremur stöðum, verði þátttaka næg:

  • Hvolsvöllur, föstudagur 17. janúar / (síðasti skrán.dagur fös. 10. janúar).
  • Hvanneyri, föstudagur 24. janúar / (síðasti skrán.dagur fim. 16. janúar).
  • Akureyri, fimmtudagur 30. janúar / (síðasti skrán.dagur fim. 23. janúar).

Um er að ræða eins dags námskeið, bæði bóklegt og verklegt, frá kl. 9:00-16:00. Námskeiðsgjald er kr 50.000,- með einni örmerkingabók innifalinni í verði. Áhugasamir eru beðnir um að skrá sig til þátttöku hjá Pétri Halldórssyni í síma 862 9322/516 5038 eða í gegnum  netfangið petur@rml.is.

 

ph/okg