Fréttir

Dagatal RML 2025

Dagatal RML fyrir árið 2025 er komið út og er þessa dagana að berast viðskiptavinum. Þar er að finna upplýsingar um RML og einnig er þar minnt á ýmislegt sem snýr að búrekstri. Dagatalið hefur verið gefið út frá stofnun RML og er þetta því ellefta árið sem viðskiptavinir fá það sent sem þakklætisvott fyrir samskipti og viðskipti á liðnu ári. Dagatalið er unnið af starfsfólki RML og eru myndirnar sem það prýða jafnframt teknar af starfsfólki. Prentsmiðjan Pixel sér um prentun.
Lesa meira

Vilt þú vera með í Bændahópi?

RML bauð upp á nýtt form ráðgjafar í byrjun árs 2023 sem byggir á jafningjafræðslu þar sem ráðunautar stýra umræðu og halda utan um efnisrammann. Fyrirmyndin er sótt til Finnlands en þar hafa bændur náð góðum árangri og sumir hópar haldið saman í fjölda mörg ár. Mjög góður árangur hefur náðst til dæmis varðandi aukna og betri uppskeru og bætta nýtingu aðfanga. Erlendis er þetta form ráðgjafar nefnt Discussion groups og aðferðin er aðeins breytilegt milli landa sem skýrist að einhverju leiti af menningarmun og mismiklu utanumhaldi.
Lesa meira

Opnunartími um jól og áramót og viðvera á skrifstofum

Stjórn og starfsfólk Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins sendir bændum og landsmönnum öllum hugheilar óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár með kærum þökkum fyrir góð samskipti og samstarf á árinu sem er að líða. Skrifstofur RML og skiptiborð verða lokuð aðfangadag 24. desember og gamlársdag 31. desember. Ekki verður viðvera á öllum starfsstöðvum okkar á Þorláksmessu eða milli jóla og nýárs en síminn verður opinn föstudaginn 27. desember kl. 9-12 og mánudaginn 30. desember kl. 9-12 og 13-16. Á nýju ári opnum við aftur fimmtudaginn 2. janúar. Gleðileg jól
Lesa meira

Nýr starfsmaður hjá RML

Hafrún Huld Hlinadóttir er komin til starfa hjá RML. Hún mun starfa sem ráðunautur á rekstrar- og umhverfissviði. Aðalstarfsstöð hennar er á Akureyri
Lesa meira

Nýr starfsmaður hjá RML

Oddný Steina Valsdóttir er komin til starfa hjá RML. Hún mun starfa sem ráðunautur á rekstrar- og umhverfissviði. Aðalstarfsstöð hennar verður fyrst um sinn á Selfossi.
Lesa meira

Bæst hefur í hóp örmerkingamanna

RML hefur nú í nóvember staðið fyrir þremur námskeiðum í örmerkingum, tveimur á Suðurlandi og einu á Vesturlandi. Á Suðurlandi fór bóklegi hluti námskeiðanna fram á Hvolsvelli en á Vesturlandi á Hvanneyri.
Lesa meira

Vel heppnaður ársfundur RML

Föstudaginn fyrsta nóvember var ársfundur RML haldinn í fyrsta skipti.  Hugmyndin með fundinum var að gefa bændum kost á að eiga bein skoðanaskipti við stjórn og starfsmenn um RML ásamt því að gefa ennþá betri upplýsingar um starfsemi fyrirtækisins. Fundurinn var vel sóttur og honum var einnig streymt. Á fundinum fór stjórnarformaður RML, Sveinn Rúnar Ragnarsson, yfir skýrslu stjórnar. Karvel L. Karvelsson, framkvæmdastjóri, fór yfir starfsemi félagsins og stefnumótun.
Lesa meira

Ársfundur RML

Ársfundur RML verður haldinn á Hótel Kea á Akureyri, föstudaginn 1. nóvember. Fundurinn hefst kl. 13:30 en boðið verður upp á súpu kl. 13:00. Á dagskrá er: Skýrsla stjórnar, kynning á starfsemi RML og almennar umræður um málefni félagsins. Áætluð fundarlok um kl. 15:30. Fundinum verður streymt en þeir sem hafa tækifæri til eru hvattir til að mæta á staðinn.
Lesa meira

Afurðatjón vegna illviðra í júní

Inni á Bændatorginu er nú búið að opna á skráningarform fyrir afurðatjón sem bændur urðu fyrir í hretinu í byrjun júní sl. Ljóst er að ástæður afurðatjóna geta verið af ýmsum toga, bæði á búfé og ræktunarlöndum. Skráningarkerfið gerir ráð fyrir að tjón séu flokkuð með ákveðnum hætti en einnig er hægt að skrá önnur tjón sem falla þar fyrir utan. Þýðingarmikið er að skráningar gefi eins glögga mynd af umfangi tjónsins og mögulegt er.
Lesa meira

RML 10 ára – Upptökur af fyrirlestrum

Undanfarið hafa verið birtar upptökur af fyrirlestrum sem haldnir voru á afmælisráðstefnu RML 23. nóvember. Í dag voru birtar tvær upptökur til viðbótar og eru það síðustu upptökurnar sem verða birtar í bili. Fyrirlestrarnir sem fóru í loftið í dag fjölluðu annars vegar um gervigreind, sá fyrirlestur var haldinn af Hjálmari Gíslasyni eiganda og framkvæmdastjóra GRID og hinsvegar fyrirlestur um hringrásakerfi næringarefna og möguleikana því tengdu, haldinn af Ísaki Jökulssyni bónda á Ósabakka á Skeiðum.
Lesa meira