Fréttir

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum janúar

Reiknuð meðalnyt 24.837,5 árskúa á fyrrnefndum 514 búum var 6.378 kg eða 6.517 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina. Meðalfjöldi árskúa á þessum 514 búum var 48,3. Meðalfallþungi 8.905 ungnauta á aldrinum 12-30 mánaða, skráðra í slátrun frá öllum búum, undanfarna 12 mánuði var 251,1 kg. og reiknaður meðalaldur þeirra við slátrun var 746,1 dagur.
Lesa meira

Ársuppgjör skýrsluhalds nautgriparæktarinnar 2020

Niðurstöður skýrsluhaldsins í nautgriparæktinni fyrir árið 2020, bæði í mjólkur- og kjötframleiðslunni hafa nú verið reiknaðar og birtar á vef okkar. Þeir mjólkurframleiðendur sem skiluðu upplýsingum, en þó mismiklum um afurðir kúa sinna á nýliðnu ári voru 541 en á árinu 2019 voru þeir 556. Niðurstöðurnar sýna að 25.649,0 árskýr skiluðu 6.384 kg nyt að meðaltali.
Lesa meira

Nýr starfsmaður

Bjarni Sævarsson hefur hafið störf hjá RML. Hann mun starfa sem tölvunarfræðingur á Fjármála- og tæknisviði og er í 100% starfshlutfalli. Starfsstöð hans er í Reykjavík. Við bjóðum Bjarna velkominn til starfa hjá RML. Síminn hjá Bjarna er 516-5000 og netfangið er bjarni@rml.is.
Lesa meira

Starfsdagar RML dagana 4. og 5. nóvember

Miðvikudaginn 4.nóvember og fimmtudaginn 5.nóvember verða starfsdagar RML haldnir. Fundirnir verða haldnir eftir hádegi, frá kl. 13-16 og á meðan þeim stendur verður skrifstofum og síma RML lokað. Opið verður samkvæmt venju frá kl. 9-12 á fimmtudeginum. Starfsdagar RML hafa síðustu ár verið haldnir víða um landið en að þessu sinni verða þeir rafrænir.
Lesa meira

Breytingar á starfsmannahaldi

Elsa Albertsdóttir hefur verið ráðinn ráðunautur í hrossarækt. Hún tekur við starfi af Þorvaldi Kristjánssyni sem ræktunarleiðtogi íslenska hestsins. Starfsstöð Elsu er í Reykjavík og er hægt að ná í hana í síma 5165059 og í gegnum netfangið elsa@rml.is
Lesa meira

Þórey Gylfadóttir komin til starfa

Lesa meira

Sumarfrí og viðvera á starfsstöðvum

Í júlí er mikið af starfsfólki RML í sumarfríi og því stopul viðvera á starfsstöðvum. Síminn verður þó opinn hjá okkur alla virka daga milli kl. 9-12 og 13-16. Lokað er í hádeginu milli kl. 12-13. Símanúmer RML er 516 5000. Þá má senda tölvupóst á netfangið okkar rml@rml.is og fyrir bókhald á bokhald@rml.is. Bendum einnig á netspjallið en það er opið milli 10-12 og 13-15. Þar er hægt að bera upp spurningar á opnunartíma eða koma skilaboðum til starfsmanna og verður slíkum skilaboðum svarað næsta virka dag.
Lesa meira

Ráðunautur í jarðrækt

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins auglýsir eftir starfsmanni sem gæti sinnt fjölbreyttu þróunar- og ráðgjafarstarfi á sviði jarðræktar og umhverfismála. Við leitum að einstaklingi með brennandi áhuga á landbúnaði í sínum víðasta skilningi og hefur metnað og frumkvæði til að vinna að ráðgjafastarfsemi RML. Gert er ráð fyrir að starfsstöð viðkomandi verði á einni af starfstöðum RML á Suðurlandi.
Lesa meira

Netfundir hjá RML

Á meðan í gildi eru tilskipanir frá yfirvöldum um takmarkanir á mannamótum þarf að hugsa annað form á samskiptum manna. Á meðan þessum takmörkunum stendur mun RML nota í meira mæli netlausnir í samskiptum og fundarhöldum til að mæta þörfum viðskiptavina sinna.
Lesa meira

Samningur undirritaður um Loftslagsvænan landbúnað

Umhverfis og auðlindaráðuneytið boðaði í gær til morgunverðarfundar fyrir fulltrúa Búnaðarþings þar sem fulltrúar RML kynntu tvö verkefni sem eru í gangi og studd af ráðuneytinu.
Lesa meira