Fréttir

Ráðunautur í jarðrækt

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins auglýsir eftir starfsmanni sem gæti sinnt fjölbreyttu þróunar- og ráðgjafarstarfi á sviði jarðræktar og umhverfismála. Við leitum að einstaklingi með brennandi áhuga á landbúnaði í sínum víðasta skilningi og hefur metnað og frumkvæði til að vinna að ráðgjafastarfsemi RML. Gert er ráð fyrir að starfsstöð viðkomandi verði á einni af starfstöðum RML á Suðurlandi.
Lesa meira

Netfundir hjá RML

Á meðan í gildi eru tilskipanir frá yfirvöldum um takmarkanir á mannamótum þarf að hugsa annað form á samskiptum manna. Á meðan þessum takmörkunum stendur mun RML nota í meira mæli netlausnir í samskiptum og fundarhöldum til að mæta þörfum viðskiptavina sinna.
Lesa meira

Samningur undirritaður um Loftslagsvænan landbúnað

Umhverfis og auðlindaráðuneytið boðaði í gær til morgunverðarfundar fyrir fulltrúa Búnaðarþings þar sem fulltrúar RML kynntu tvö verkefni sem eru í gangi og studd af ráðuneytinu.
Lesa meira

Rafrænir reikningar

Frá og með áramótum eru reikningar RML gefnir út rafrænt nema viðskiptavinir óski sérstaklega eftir að fá reikninga senda með pósti. Verðskrá RML vegna reikninga árið 2020: 150 kr. seðilgjald fyrir rafræna reikninga 550 kr. seðilgjald fyrir sendan reikning
Lesa meira

Starfsdagar RML dagana 13.-15. nóvember

Sameiginlegur vinnufundur starfsmanna RML stendur yfir dagana 13.-15. nóvember. Að þessu sinni er hann haldinn í Eyjafirði. Á vinnufundinn koma allir starfsmenn fyrirtækisins saman og vinna að ýmsum verkefnum tengdum starfinu og þróun fyrirtækisins. Þessa daga verður því erfitt að ná beinu sambandi við starfsfólk á þessum tíma.
Lesa meira

Bilun í aðalsímanúmeri RML

Sem stendur er bilun í aðalsímnúmeri RML. Hægt er þó að hringja í bein númer starfsfólks. Við biðjumst velvirðingar á þessu og bendum fólki á að hafa samband í gegnum bein símanúmer sem sjá má á heimasíðu okkar. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir í gegnum netspjallið hér á heimasíðunni.
Lesa meira

Sigtryggur Veigar ráðinn sem fagstjóri búfjárræktar- og þjónustusviðs

Sigtryggur Veigar Herbertsson hefur verið ráðinn sem fagstjóri búfjárræktar- og þjónustusviðs hjá RML. Starfsstöð Sigtryggs er á Akureyri og hægt er að ná í hann í síma 516 5065 og í gegnum netfangið sigtryggur@rml.is. Á starfsstöðinni á Akureyri starfa ásamt Sigtryggi:
Lesa meira

Nýr samningur um ráðgjöf til nýliða í lífrænni ræktun

Í síðustu viku var undirritaður samningur um ráðgjöf til nýliða í lífrænni ræktun en töluverð eftirspurn hefur verið eftir slíkri ráðgjöf meðal nýliða. Það voru Karvel L. Karvelsson framkvæmdastjóri RML og Eygló Björk Ólafsdóttir, formaður Félags framleiðenda í lífrænni landbúnaðarframleiðslu (VOR), sem undirrituðu samninginn.
Lesa meira

Cornelis Aart Meijles kominn til starfa

Cornelis Aart Meijles hefur hafið störf hjá RML. Hann mun starfa sem ráðunautur á sviði loftslags- og umhverfismála. Cornelis er búsettur í Hollandi en verður með viðveru á Íslandi og starfsstöð hans verður þá á Hvanneyri. Við bjóðum Cornelis velkominn.
Lesa meira

Berglind Ósk Alfreðsdóttir komin til starfa

Berglind Ósk Alfreðsdóttir hefur hafið störf hjá RML. Hún mun starfa sem ráðunautur á sviði loftslags- og umhverfismála og verður starfsstöð hennar í Reykjavík. Við bjóðum hana velkomna. Hægt er að ná í Berglindi í síma 516-5028 eða í gegnum netfangið berglind@rml.is. Á starfsstöðinni í Reykjavík starfa ásamt Berglindi:
Lesa meira