Bæst hefur í hóp örmerkingamanna

Pétur Halldórsson hjá RML sýnir handtökin. Mynd: Halla Eygló
Pétur Halldórsson hjá RML sýnir handtökin. Mynd: Halla Eygló

RML hefur nú í nóvember staðið fyrir þremur námskeiðum í örmerkingum, tveimur á Suðurlandi og einu á Vesturlandi. Á Suðurlandi fór bóklegi hluti námskeiðanna fram á Hvolsvelli en á Vesturlandi á Hvanneyri. Hvað varðar verklega kennslu höfum við notið velvilja bænda með að fá folöld og aðstöðu til verklegrar kennslu sem er ómetanlegt. Á Suðurlandi fengum við inni í Hjarðartúni og á Vesturlandi í Skáney. Á námskeiðunum voru 31 þátttakendur, 23 á Suðurlandi og 8 á Vesturlandi. Óskum við þessum nýju merkingamönnum velfarnaðar í störfum sínum og þökkum húsráðendum í Hjarðartúni og Skáney kærlega fyrir hjálpina.

Svipmynd frá námskeiði. Mynd: Halla Eygló

Svipmynd frá námskeiði. Mynd: Halla Eygló

/hh