Nýr starfsmaður hjá RML

Hafrún Huld Hlinadóttir er komin til starfa hjá RML. Hún mun starfa sem ráðunautur á rekstrar- og umhverfissviði. Aðalstarfsstöð hennar er á Akureyri

Hafrún Huld hefur háskólamenntun í búvísindum frá Lbhí og M.Sc gráðu frá Landbúnaðarháskólanum í Ási í Noregi. Helstu verkefni hennar verða á sviði ráðgjafar í jarðrækt. Netfang hennar er hafrunhuld(hja)rml.is og síminn 516-5065,
Við bjóðum Hafrúnu Huld velkomna til starfa hjá RML.

Á starfsstöðinni á Akureyri starfa ásamt henni:
Anna Guðrún Grétarsdóttir á búfjárræktar- og þjónustusviði, Guðrún Hildur Gunnarsdóttir ráðunautur á búfjárræktar- og þjónustusviði, Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir verkefnastjóri þróunar- og verkefnastofu, Jóhann Þór Sigurvinsson tölvunarfræðingur á fjármála- og tæknisviði, Linda Margrét Gunnarsdóttir ráðunautur á búfjárræktar og þjónustusviði, Stefanía Jónsdóttir bókari á fjármála- og tæknisviði og Þorberg Þ. Þorbergsson verkefnastjóri á fjármála- og tæknisviði.