Fréttir

Starfsdagar RML 22.-24. febrúar

Nú standa yfir starfsdagar RML sem eru einskonar vinnufundur starfsmanna. Á starfsdögum koma allir starfsmenn fyrirtækisins saman og vinna að ýmsum verkefnum tengdum starfinu og þróun fyrirtækisins. Það sem helst er á dagskrá að þessu sinni er stefnumótun RML og markaðsmál. Starfsdagarnir standa yfir 22.-.24. febrúar og því verður erfitt að ná beinu sambandi við starfsfólk á þessum tíma.
Lesa meira

Breytingar á starfsmannahaldi RML

Undanfarið hafa nokkrir nýir starfsmenn hafið störf hjá RML. Í október hóf Harpa Birgisdóttir störf sem almennur ráðunautur. Starfsstöð Hörpu er á Blönduósi og hægt er að ná í hana í síma 516 5048 eða í gegnum netfangið harpa@rml.is. Nú um áramótin hófu tveir nýir starfsmenn störf.
Lesa meira

Skil á búfjárskýrslum

Matvælastofnun hefur opnað fyrir skil á búfjárskýrslum á vef sínum www.bustofn.is en þar geta bændur sjálfir skilað upplýsingum um búfjárfjölda og heyforða. Opið verður fyrir skil til 20. nóvember næstkomandi. Hafi bændur ekki tök á að skila sjálfir inn á vefinn stendur til boða að kaupa þá þjónustu af Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins eins og undanfarin ár.
Lesa meira

Sigurlína Erla Magnúsdóttir komin til starfa

Sigurlína Erla Magnúsdóttir hefur hafið störf hjá RML. Hún mun starfa sem almennur ráðunautur og verður starfsstöð hennar á Sauðárkróki. Hægt er að ná í Sigurlínu í síma 516 5046 eða í gegnum netfangið sigurlina@rml.is.
Lesa meira

Könnun á Bændatorgi

Þökkum góð viðbrögð frá bændum en nú fer hver að verða síðastur að taka þátt því lokað verður fyrir könnunina þriðjudaginn 11.október. Hvetjum þá bændur sem enn eiga eftir að taka þátt að gera það núna. Að svara nokkrum krossaspurningum tekur ekki langan tíma en þá hefur þú tekið þátt í að marka framtíðarsýn RML.
Lesa meira

Bændur hvattir til að taka þátt í að marka framtíðarsýn RML

Í byrjun september opnaðist könnun inni á Bændatorginu fyrir bændur að taka þátt í. Þessi könnun er liður í stefnumótunarvinnu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins sem hófst með umræðum á Búnaðarþingi í vor. RML er eins og bændur vita í eigu þeirra sjálfra sem dótturfélag Bændasamtaka Íslands.
Lesa meira

Sigurður Guðmundsson kominn til starfa

Sigurður Guðmundsson hefur hafið störf hjá RML. Hann mun starfa sem rekstrarráðunautur og verður starfsstöð hans á Hvanneyri. Hægt er að ná í Sigurð í síma 5165040 eða í gegnum netfangið sg@rml.is.
Lesa meira

Stefanía Jónsdóttir komin til starfa

Stefanía Jónsdóttir hóf störf hjá RML núna um mánaðarmótin. Hún mun sinna ýmsum verkefnum á fjármálasviði fyrirtækisins og verður starfsstöð hennar á Akureyri. Hægt er að ná í Stefaníu í síma 5165044 eða í gegnum netfangið stefania@rml.is.
Lesa meira

RML á Snapchat

Nú er komið að því, RML er komið á snapchat. Við hvetjum snapchatnotendur til að fylgjast með okkur á snappinu, notandanafnið okkar er rml-radunautar.
Lesa meira

Sveitasæla í Skagafirði

Sveitasæla var haldin á Sauðárkróki um síðustu helgi. Þar kynntu fyrirtæki og félög vörur sínar og þjónustu tengda landbúnaði, húsdýr voru á staðnum, kálfar og hundar voru sýndir og hrútar dæmdir, auk þess sem margt fleira áhugavert var á dagskrá. Heppnaðist sýningin með ágætum.
Lesa meira