Sauðfjárrækt fréttir

Rannsóknir á breytileikum príonpróteinsins – skýrsla rannsóknarhóps

Rannsóknarhópur um riðurannsóknir hefur sent frá sér samantekt um þær niðurstöður sem þegar liggja fyrir um áhrif mismunandi breytileika í príonpróteininu sem hafa áhrif á mótstöðu íslenskra kinda gagnvart riðusmiti. Niðurstöðurnar byggja annarsvegar á svokölluðum PMCA næmirannsóknum og hinsvegar á skoðun arfgerða sauðfjár í riðuhjörðum. Byggt á þessum niðurstöðum eru dregnar ályktanir um verndargildi mismunandi arfgerða.
Lesa meira

Hrútafundir

Hinir svokölluðu hrútafundir verða haldnir víðsvegar um land á næstu dögum. Fundirnir eru haldnir af Búnaðarsamböndunum í samstarfi við RML. Að venju verða stöðvarhrútarnir kynntir og ræktunarstarfið rætt. Meðfylgjandi er yfirlit yfir fyrirhugaða fundi. Líkt og flestir vita sem ferðast um veraldarvefinn og hafa áhuga á sauðfé, þá er netútgáfa Hrútaskrárinnar kominn á vefinn fyrir nokkrum dögum. Uppfærð útgáfa kom í dag, sem fyrst og fremst beindist að því að lagfæra eina villu. Það var hrúturinn Fannar sem varð fyrir barðinu á henni, en hann var sagður með ARR/ARQ arfgerð príongensins. Hið rétt er að hann er með ARR/AHQ og hjá honum blakta nú dökkgrænt og ljósgrænt flagg.
Lesa meira

Hrútaskrá 2023-24 komin á vefinn

Hrútaskrá sauðfjársæðingastöðvanna veturinn 2023-2024 er komin hér á vefinn en prentaða útgáfan er væntanleg í lok vikunnar/byrjun þeirrar næstu. Að þessu sinni standa 48 úrvalshrútar til boða í komandi sæðingavertíð en útsending sæðis mun hefjast þann 1. desember nk. og standa til 20. desember nk. Af þessum 48 hrútum eru 27 hyrndir, 16 kollóttir, 2 feldfjárhrútar og loks 3 forystuhrútar. Í hópi þessara hrúta er að finna 31 hrút sem eru að hefja sinn fyrsta vetur á stöð en vegna breyttra áherslna m.t.t. til riðuarfgerða er endurnýjun meiri en áður. Hér ættu allir sauðfjárræktendur að geta fundið hrút til notkunar sem fellur að þeirra áhuga og kröfum.
Lesa meira

Ræktun gegn riðu – fræðslufundir – hlekkur á útsendingu

Fyrsti fundurinn í fræðslufundaröðinni „Ræktun gegn riðu“ var haldinn í gærkveldi í Þingborg í flóa. Fundurinn var fjölsóttur en rúmlega 100 gestir mættu í Þingborg og umræður líflegar. Í kvöld (31. okt) verður fundað á Hvanneyri, í Ársal og hefst fundurinn kl. 20:00. Þessum fundi verður streymt á netinu og má finna slóð á fundinn hér að neðan.
Lesa meira

Arfgerðargreiningar sauðfjár – ÍE tekur á móti sýnum út nóvember

Góður gangur hefur verið í arfgerðargreiningum sauðfjár m.t.t. riðunæmis það sem af er ári en útlit er fyrri að vel yfir 20.000 gripir verði greindir á þessu ári. Bændur voru duglegir strax í vor að taka sýni en eftir vorið var búið að greina u.þ.b. 10.000 sýni, aðalega úr lömbum. Íslensk Erfðagreining (ÍE) hefur séð um greiningar í haust og frá 1. september hafa þegar verið greind þar rúmlega 10.000 sýni og gengið mjög vel.
Lesa meira

Ræktun gegn riðu - fræðslufundir

Mikið hefur áunnist á síðustu tveim árum sem tengist baráttunni við riðuveiki. Stóraukin þekking á þeim arfgerðum sem íslenska sauðkindin býr yfir m.t.t. næmi gegn riðu hefur skapað grundvöll fyrir breyttum baráttuaðferðum við sjúkdóminn. Framundan eru því breyttar áherslur í sauðfjárræktinni og má segja að verið sé að taka fyrstu skrefin í því að bylta sauðfjárstofninum m.t.t. riðumótstöðu.
Lesa meira

Hvernig komu stöðvahrútarnir út í haust?

Nú eru lambadómum að mestu lokið. Meirihluti dómanna ratar strax inn í Fjárvís en þó er eitthvað af dómum sem enn eru óskráðir. Bændur eru hvattir til að skrá alla dóma sem fyrst, en framundan er vinna við hrútaskrá og þá er mikilvægt að sem mest af upplýsingum um syni sæðingastöðvahrútanna liggi fyrir. Hér með er því biðlað til þeirra sem lúra á óskráðum dómum að koma þeim inn i Fjárvís, í síðasta lagi föstudaginn 27. október.
Lesa meira

Aukakynbótamatskeyrslur yfir sláturtíðina 2023

Nú er hafinn einn af háanna tímum sauðfjárræktarinnar. Á næstu vikum er verið að smala, vigta, slátra og ákveða ásetning næsta árs. Því viljum við rifja upp og minna á nokkur atriði. Aukakynbótamatskeyrslur í september og október: Það verða keyrðar tvær aukakynbótamatskeyrslur yfir sláturtíðina 2023. Gögn sem rata tímanlega inn í Fjárvís um sláturmat, fallþunga og lífþunga lamba 2023 ásamt mælingum á ómvöðva og ómfitu úr lambadómum verða notuð til að uppfæra kynbótamat gripa fyrir: Gerð, ómvöðva, fitu, ómfitu, fallþunga og lífþunga.
Lesa meira

Nýtt viðmót fyrir þungaskráningu í Fjárvís

Í notendakönnun Fjárvís síðastliðinn vetur kom það skýrt fram að skýrsluhaldarar lögðu mikla áherslu á að snjallvæða kerfið þannnig að einfaldara yrði að vinna í kerfinu t.d í gegnum farsíma. Heildaruppfærsla var gerð á forritunarmáli Fjárvís í vor og í sumar hefur verið unnið að ýmsum einföldunum og kerfisbreytingum sem einfalda áframhaldandi uppbyggingu kerfisins og snjallvæðingu þess.
Lesa meira

Skipulagning lambadóma haustsins í fullum gangi

Á næstu dögum verða birt dagatöl sauðfjárdóma hér á vefnum jafnóðum og þau verða tilbúin, þau verða svo uppfærð reglulega eftir því sem við á. Eins og áður hefur komið fram njóta pantanir sem bárust fyrir 21. ágúst forgangs við niðurröðun.
Lesa meira