Sauðfjárrækt fréttir

Arfgerðargreiningar sauðfjár – ÍE tekur á móti sýnum út nóvember

Góður gangur hefur verið í arfgerðargreiningum sauðfjár m.t.t. riðunæmis það sem af er ári en útlit er fyrri að vel yfir 20.000 gripir verði greindir á þessu ári. Bændur voru duglegir strax í vor að taka sýni en eftir vorið var búið að greina u.þ.b. 10.000 sýni, aðalega úr lömbum. Íslensk Erfðagreining (ÍE) hefur séð um greiningar í haust og frá 1. september hafa þegar verið greind þar rúmlega 10.000 sýni og gengið mjög vel.
Lesa meira

Ræktun gegn riðu - fræðslufundir

Mikið hefur áunnist á síðustu tveim árum sem tengist baráttunni við riðuveiki. Stóraukin þekking á þeim arfgerðum sem íslenska sauðkindin býr yfir m.t.t. næmi gegn riðu hefur skapað grundvöll fyrir breyttum baráttuaðferðum við sjúkdóminn. Framundan eru því breyttar áherslur í sauðfjárræktinni og má segja að verið sé að taka fyrstu skrefin í því að bylta sauðfjárstofninum m.t.t. riðumótstöðu.
Lesa meira

Hvernig komu stöðvahrútarnir út í haust?

Nú eru lambadómum að mestu lokið. Meirihluti dómanna ratar strax inn í Fjárvís en þó er eitthvað af dómum sem enn eru óskráðir. Bændur eru hvattir til að skrá alla dóma sem fyrst, en framundan er vinna við hrútaskrá og þá er mikilvægt að sem mest af upplýsingum um syni sæðingastöðvahrútanna liggi fyrir. Hér með er því biðlað til þeirra sem lúra á óskráðum dómum að koma þeim inn i Fjárvís, í síðasta lagi föstudaginn 27. október.
Lesa meira

Aukakynbótamatskeyrslur yfir sláturtíðina 2023

Nú er hafinn einn af háanna tímum sauðfjárræktarinnar. Á næstu vikum er verið að smala, vigta, slátra og ákveða ásetning næsta árs. Því viljum við rifja upp og minna á nokkur atriði. Aukakynbótamatskeyrslur í september og október: Það verða keyrðar tvær aukakynbótamatskeyrslur yfir sláturtíðina 2023. Gögn sem rata tímanlega inn í Fjárvís um sláturmat, fallþunga og lífþunga lamba 2023 ásamt mælingum á ómvöðva og ómfitu úr lambadómum verða notuð til að uppfæra kynbótamat gripa fyrir: Gerð, ómvöðva, fitu, ómfitu, fallþunga og lífþunga.
Lesa meira

Nýtt viðmót fyrir þungaskráningu í Fjárvís

Í notendakönnun Fjárvís síðastliðinn vetur kom það skýrt fram að skýrsluhaldarar lögðu mikla áherslu á að snjallvæða kerfið þannnig að einfaldara yrði að vinna í kerfinu t.d í gegnum farsíma. Heildaruppfærsla var gerð á forritunarmáli Fjárvís í vor og í sumar hefur verið unnið að ýmsum einföldunum og kerfisbreytingum sem einfalda áframhaldandi uppbyggingu kerfisins og snjallvæðingu þess.
Lesa meira

Skipulagning lambadóma haustsins í fullum gangi

Á næstu dögum verða birt dagatöl sauðfjárdóma hér á vefnum jafnóðum og þau verða tilbúin, þau verða svo uppfærð reglulega eftir því sem við á. Eins og áður hefur komið fram njóta pantanir sem bárust fyrir 21. ágúst forgangs við niðurröðun.
Lesa meira

Arfgerðargreiningar sauðfjár haustið 2023

RML og Íslensk Erfðagreining (ÍE) hafa nú hafið samstarf varðandi arfgerðargreiningar sauðfjár m.t.t. riðumótstöðu. Munu því sýni sem greind verða á vegum RML haustið 2023 verða rannsökuð hjá ÍE. Hér verður farið nokkrum orðum yfir fyrirkomulag greininga í haust á vegum RML. Fyrirkomulag: Framkvæmdin í haust verður með svipuðum hætti og sl. vor. Taka þarf vefjasýni úr eyra. Áfram er hægt að panta hylki til sýnatöku í gegnum heimasíðu RML. Þegar bóndinn hefur tekið sýnin, skráir hann sýnin á viðkomandi grip í Fjárvís og sendir þau svo á starfsstöð RML á Hvanneyri, þar sem þeim er safnað saman og sýnatökublöðin varðveitt.
Lesa meira

„Þegar halla að hausti fer, heiðin kallar löngum“

Gróður er enn í fullum sumarskrúða en það styttist í göngur, réttir og önnur hauststörf. Sláturhúsin eru eflaust farin að kalla eftir sláturfjárloforðum og tímasetning á fjárragi farin að skýrast hjá mörgum bændum. Við viljum minna á að panta lambadóma fyrr en seinna svo skipuleggja megi þessa vinnutörn með sem hagkvæmustum hætti fyrir alla. Eins og áður hefur komið fram njóta pantanir sem berast fyrir 21. ágúst forgangs hvað varðar óskatímasetningu hjá hverjum og einum.
Lesa meira

Sumarfrí í júlí 2023 - viðvera á starfsstöðvum og símsvörun

Í júlí er mikið af starfsfólki RML í sumarfríi og því stopul viðvera á starfsstöðvum. Síminn 516-5000 verður þó alltaf opinn hjá okkur sem hér segir: Mánudaga - fimmtudaga milli kl. 9-12 og 13-16. Lokað er í hádeginu milli kl. 12-13 Föstudaga kl. 9-12 en lokað er á föstudögum frá kl. 12.00 Senda má gögn og fyrirspurnir á eftirfarandi netföng:
Lesa meira

Ræktun gegn riðu - niðurstöður hermirannsóknar

Komin er út lokaskýrsla verkefnisins „Ræktun gegn riðu - Áhrif mismunandi leiða við innleiðingu verndandi arfgerða metin með slembihermunum“. Verkefnið var unnið af Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands og var styrkt af Þróunarsjóði sauðfjárræktarinnar. Höfundar skýrslunnar eru Þórdís Þórarinsdóttir og Jón Hjalti Eiríksson.
Lesa meira