Arfgerðargreiningar – Innlestur gagna og lokaútkall sýna

Þeir sem enn luma á sýnum sem á eftir að senda til greiningar (arfgerðargreiningar á príonpróteini sauðfjár) þyrftu að setja sig í sambandi við Eyþór (ee@rml.is) sem allra fyrst, en í byrjun næstu viku þurfa þessi sýni að vera klár til að fara erlendis. Þetta mun verða síðasta sendingin til greiningaraðilans í Þýskalandi að sinni.

Greiningar sýna ganga ágætlega. Gert er ráð fyrir að búið verði að greina öll sýni sem eru fyrirliggjandi í þessu verkefni í lok júlímánaðar. Það er von á niðurstöðupakka í næstu viku og síðan tveimur pökkum eftir það í júlí. Niðurstöður úr síðasta sýnatökupakka hafa ekki verið sendar út í exelskjölum til bænda líkt og fyrri niðurstöður, þar sem Fjárvís er núna að verða tilbúin til að taka á móti þessum upplýsingum. Því er gert ráð fyrir að á næstu dögum verði farið að lesa inn í Fjárvís allar niðurstöður og bændur muni geta skoða gögnin þar. Það verður tilkynnt rækilega þegar gögnin verða komin í Fjárvís og nýjungum í þróun á Fjárvísi verða gerð betri skil innan skamms.

/okg