Jarðrækt fréttir

Jörð.is – Ný og farsímavæn útgáfa

Í gær fór í loftið ný útgáfa af Jörð.is. Helstu breytingarnar sem koma með þessari nýju útgáfu eru að núna er útlit forritsins mismunandi eftir skjástærð og því hægt að nota það líka í snjalltækjum.
Lesa meira

Umsókn um þátttöku í loftslagsvænum landbúnaði - umsóknarfrestur er framlengdur til 27. ágúst fyrir grænmetisbændur í útiræktuðu grænmeti

Bændur athugið að við höfum framlengt frestinn til að sækja um þátttöku í loftslagsvænum landbúnaði. Þessi frestur á við um bændur sem eru með útiræktað grænmeti. Fresturinn er til sunnudags 27. ágúst.
Lesa meira

Mæling á glæðitapi – viðbót við jarðvegsefnagreiningar

Jarðvegsefnagreiningar gefa upplýsingar um sýrustig (pH) jarðvegs og magn auðleystra plöntunæringarefna sem svo eru nýttar til að áætla áburðarþarfir ræktunarspildna og til að meta þörf á kölkun. Plöntunæringarefnin sem mæld eru í jarðvegsefnagreiningum hér á landi eru aðalnæringarefnin fosfór (P), kalíum (K), kalsíum (Ca) og magnesíum (Mg) og á síðustu árum var snefilefnunum mangan (Mn), sink (Zn) og kopar (Cu) bætt við.
Lesa meira

Ráðstefna EGF í Litháen 2023 um framtíð grasræktar í skiptirækt

Í byrjun júní fóru tveir ráðunautar RML, Sigurður Max Jónsson og Elena Westerhoff, á ráðstefnu EGF (European grassland federation) um framtíð grasræktar í Evrópu. Guðni Þorvaldsson prófessor hjá LBHÍ slóst í för með okkur. Í ár var LAMMC (Lithuanian Research Centre for Agriculture and Forestry) gestgjafi og var ráðstefnan haldin í Vilníus í Litháen.
Lesa meira

Sumarfrí í júlí 2023 - viðvera á starfsstöðvum og símsvörun

Í júlí er mikið af starfsfólki RML í sumarfríi og því stopul viðvera á starfsstöðvum. Síminn 516-5000 verður þó alltaf opinn hjá okkur sem hér segir: Mánudaga - fimmtudaga milli kl. 9-12 og 13-16. Lokað er í hádeginu milli kl. 12-13 Föstudaga kl. 9-12 en lokað er á föstudögum frá kl. 12.00 Senda má gögn og fyrirspurnir á eftirfarandi netföng:
Lesa meira

Hvað er gott að hafa í huga við val á íblöndunarefnum í votheysverkun?

Þegar verið er að hugsa um að nota íblöndunarefni þá þarf að spyrja sig hvað við viljum fá út úr íblöndunarefninu. Er einungis verið að leitast eftir góðri votheysverkun þar sem markmiðið er að bæta gerjun með því að lækka sýrustig hratt? Eða viljum við að heyið geymist lengur eftir að rúllan eða stæðan er opnuð aftur? Eða viljum við bæta fóðurgæðin, því íblöndunarefni geta einnig aukið lystugleika fóðurs, semsagt gert gott fóður betra.
Lesa meira

Áhugaverð kornskoðun að Stóra-Ármóti í Flóa

Síðastliðinn þriðjudag komu bændur og ráðunautar saman til að skoða kornakur að Stóra-Ármóti í Flóa. Farið var yfir helstu atriði í sambandi við jarðvinnslu, áburðargjöf og sáningu. Skoðuð voru áhrif kulda og votviðra vorsins og rætt um hvað hefði betur mátt fara og viðbrögð á þessum tímapunkti og á næstu dögum. Meðal þess sem mátti sjá í akrinum voru áhrif mismunandi sáðdýptar, frostskemmdir, fosfórskortur og illgresi. Einnig jákvæð áhrif þess þegar áburður er settur niður með fræinu.
Lesa meira

Kornskoðun að Stóra-Ármóti í Flóa

Næsta þriðjudag, 13. júní, klukkan 14:00, bjóðum við bændum að koma og skoða með okkur kornakra á Stóra-Ármóti í Flóa. Jarðræktarráðunautar RML munu fara yfir helstu atriði kornræktar í tengslum við jarðvinnslu og áburðargjöf. Kornakrar verða skoðaðir og farið verður yfir það sem hefur tekist vel til og einnig hvort ástæða sé til að bregðast við m.a. áburðarskorti eða illgresi. Með í för verður Benny Jensen frá BJ Agro í Danmörku sem hefur áralanga reynslu í ráðgjöf til bænda í þessum efnum. 
Lesa meira

Áhrif langvarandi vætutíðar og/eða stórrigninga á tún og flög: Áburðartap og þjöppun jarðvegs.

Slæmt tíðarfar hefur verið á Suður- og Vesturlandi þetta vorið og langvarandi vætutíð með stórrigningum sett svip sinn á vorið í þessum landshlutum. Við slíkar aðstæður er vont að setja út lambær, vinnu í flögum og seinkar vegna ófærðar og búast má við að áburðarefni tapist þar sem dreift var á ræktarland snemma í vor. Hafi áburður verið borinn á áður en stórrigning á sér stað eða fyrir langvarandi vætutíð er líklegt að skaði hafi orðið, hvort sem það sé tilbúinn áburður eða búfjáráburður. Þá geti verið skynsamlegt að bregðast við því með t.d. auka áburðargjöf svo uppskera verði næg. Það er mikilvægt að hafa í huga að skaðleg áhrif langvarandi vætutíðar geta verið mismunandi því þættir eins og jarðvegsgerð, halli lands, framræsla lands, tímalengd úrkomu og magn úrkomu hafa úrslitaáhrif.
Lesa meira

Möguleiki á fyrirframgreiðslu á hluta styrks vegna kornræktar

Athygli er vakin á því að í gær var opnað fyrir umsóknir um jarðræktarstyrki og landgreiðslur í afurð.is. Almennur umsóknarfrestur er til 1. október en kornræktendur sem skrá sáningu á korni í Jörð.is og skila þar jarðræktarskýrslu og gera umsókn í afurð.is með þeim upplýsingum fyrir 15. júní geta fengið fyrirframgreiðslu vegna kornræktar í samræmi við umsókn sem miðast að jafnaði við 25% af einingaverði á hektara jarðræktarstyrks ársins á undan. Bændur sem vilja nýta sér þessa fyrirframgreiðslu þurfa síðan að muna eftir að uppfæra jarðræktarskýrsluna í Jörð.is með upplýsingum um alla ræktun og uppskorin tún og sækja aftur um í afurð fyrir 1. október. Eins og ávallt eru ráðunautar RML tilbúnir að aðstoða bændur við skráningar og hnitun ræktunarspildna í Jörð.is.
Lesa meira