02.06.2023
|
Sigurður Max Jónsson
Slæmt tíðarfar hefur verið á Suður- og Vesturlandi þetta vorið og langvarandi vætutíð með stórrigningum sett svip sinn á vorið í þessum landshlutum. Við slíkar aðstæður er vont að setja út lambær, vinnu í flögum og seinkar vegna ófærðar og búast má við að áburðarefni tapist þar sem dreift var á ræktarland snemma í vor. Hafi áburður verið borinn á áður en stórrigning á sér stað eða fyrir langvarandi vætutíð er líklegt að skaði hafi orðið, hvort sem það sé tilbúinn áburður eða búfjáráburður. Þá geti verið skynsamlegt að bregðast við því með t.d. auka áburðargjöf svo uppskera verði næg. Það er mikilvægt að hafa í huga að skaðleg áhrif langvarandi vætutíðar geta verið mismunandi því þættir eins og jarðvegsgerð, halli lands, framræsla lands, tímalengd úrkomu og magn úrkomu hafa úrslitaáhrif.
Lesa meira